Búnaðarrit - 01.01.1991, Síða 77
sem birtust á heimsráðstefnu um ofurfrjósamt sauðfé, sem haldin var í
Frakklandi síðastliðið sumar. Stefán Aðalsteinsson flutti þessi íslensku
erindi þar.
Ekki mætti ég mikið á almennum fundum úti á landi, ef undan eru skyldir
fundir á Vesturlandi, sem voru fjölmargir vegna starfa minna þar, en ekki
verður fjallað um hér. Ég mætti á fundi hjá mjólkurframleiðendum í Vestur-
Barðastrandarsýslu, þegar ég var þar á ferð við skoðun á kúm. Þar var rætt
um að endurvekja faglegt félagsstarf í nautgriparækt á svæðinu. Þá mætti ég
á aðalfundi hjá nautgriparæktarfélagi Vestur-Húnvetninga í ágúst, og í
nóvember mætti ég á fundi á Blönduósi um sauðfjárrækt. Einnig skal nefna,
að ég mætti á aðalfundi L.K. á Flúðum og á aðalfundi Stéttarsambands
bænda á Reykjum í Hrútafirði.
Hér í Reykjavík fer aftur á móti mjög mikill tími í óteljandi fundi vegna
starfsins. Hér á eftir skal vikið að örfáum nefndarstörfum, sem ég hef sinnt á
árinu.
Ég starfaði á fyrri hluta ársins lítillega í starfshópi á vegum landbúnaðar-
ráðherra, sem var honum ráðgefandi í framleiðslumálum, en á síðari hluta
ársins hefur starf hópsins að mestu legið niðri.
Ásamt Ólafi R. Dýrmundssyni og Sigurði Sigurðarsyni starfaði ég í
stjórnskipaðri nefnd að samningu á drögum að lögum um meðferð búfjár.
Við skiluðum þeim drögum til ráðherra í febrúar, og sendi hann þau
Búnaðarþingi til umsagnar. Frumvarp að Iögum þessa efnis liggur nú fyrir
til umfjöllunar á Alþingi.
Síðari hluta árs var ég skipaður í nefnd um málefni einangrunarstöðvar-
innar í Hrísey, samkvæmt tilnefningu frá nautgriparæktarnefnd. Formaður
nefndarinnarerSveinbjörn Eyjólfsson. Nefndin hefurþegarskilað tillögum
um framkvæmd á flutningi núverandi stofns á meginlandið til framræktun-
ar. Vonast er til, að það verkefni hefjist snemma á nýbyrjuðu ári.
Unnin voru ásamt Ólafi R. Dýrmundssyni og Sigurgeir Þorgeirssyni drög
að reglugerð við lög um búfjárrækt.
Á Búnaðarþingi starfaði ég sem áður sem aðstoðarmaður hjá búfjárrækt-
arnefnd.
Á árinu sótti ég heimsráðstefnu um búfjárkynbætur, sem að þessu sinni
var haldin í Edinborg. Ráðstefnan stóð dagana 23.-27. júlí. Þarna voru
komnir saman allir helstu fræðimenn á þessu sviði í heiminum. Ráðstefnan
var í fjölmörgun deildum, þannig að aðeins var kostur að fylgjast með litlum
hluta þess ótrúlega mikla efnis, sem þarna var kynnt. í umræðum um
nautgriparækt eru það einkum tveir hlutir, sem skipuðu mikið rúm, en það
voru annar vegar nýjustu aðferðir við kynbótamat á gripum (að vísu fyrir
allar dýrategundir) og hins vegar hugmyndir um og sú reynsla, sem er að
byrja að safnast um ræktunarkjarna, þar sem byggt er á að framkalla
fjöldaegglos hjá kúm og flytja frjóvguð egg á milli kúa (MOET). Ég hef
51