Búnaðarrit - 01.01.1991, Page 79
Sauðfjárrækt
Sigurgeir Þorgeirsson
Arið 1990 var ég sem fyrr í hálfu starfi hjá
Búnaðarfélagi Islands.
Veturinn 1989-’90 var víðast hvar um-
hleypingasamur og sums staðar voru óhemju
snjóþyngsli síðari hluta vetrar, t.d. á Norð-
austurlandi og Vestfjörðum. Sauðburðartíð
var þó mjög hagstæð um allt land, en kulda-
kast hamlaði sprettu í síðari hluta júní um
norðanvert landið. Heilt yfir var heyskapar-
tíð erfið, en grasspretta óhemju mikil á allri
jörð víðast hvar á landinu í júlí og fram á
haust. Vænleiki lamba var að venju misjafn,
víðast hvar um eða yfir meðallag og sums staðar óvenjumikill, t.d. víðast
hvar Norðausturlandi og yfirleitt þar, sem fé gengur í fjalllendi.
Haustið 1989 voru settar á 560.920 kindur alls, þar af 461.728 ær. Fækkun
milli ára nam 26.242 kindum eða 4,5%. Haustið 1990 virðist hafa dregið úr
fjárfækkun á landinu, og má áætla, að ásett fé sé nú 550-555 þúsund.
Alls var slátrað í sláturhúsum 588.633 dilkum á tímabilinu september til
nóvember, og lögðu þeir sig með 14,67 kg meðalfalli. Er það 0,2 kg þyngra
en haustið áður, sem þó var gott ár. Dilkakjötsframleiðslan var nú
8.634.141 kg, sem er4,3% minnaen haustið 1989. Kindakjötsframleiðslan
samkvæmt sláturskýrslum nam alls 9.446 tonnum.
Flokkun dilkakjötsins er sýnd í meðfylgjandi töflu, þar sem einnig er
samanburður við síðasta ár. Taflan sýnir fyrst og fremst lækkað hlutfall
úrvalsflokks úr5,34% Í3,43% og stóraukna fitufellingu, þ.e. allsúr7,32% í
10,82%. Hvort tveggja mun fyrst og fremst vera afleiðing af meiri vænleika
nú en í fyrra, auk þess sem flestum ber saman um, að s.l. haust hafi lömb
verið feit miðað við þunga.
53