Búnaðarrit - 01.01.1991, Qupperneq 84
Landnýting, sauðfé, geitfé
ÓlafurR. Dýrmundsson
Skrifstofu- og nefndarstörf. Þau voru með
svipuðum hætti árið 1990 og áður, svo sem
símtöl, bréfaskriftir og viðtöl á skrifstofu auk
setu í ýmsum nefndum. Sem fyrr voru samin
nokkur erindi og greinargerðir fyrir fundi og
ráðstefnur og skrifaðar ritgerðir og greinar til
birtingar á prenti (sjá skrá um helstu ritstörf í
lok starfsskýrslunnar). Eg kom einu sinni á
árinu fram í útvarpsþætti. Eftirfarandi voru
helstu nefndir, stjórnir og ráð, sem ég sat
fundi í á liðnu ári: Sauðfjárræktarnefnd og
Svínaræktarnefnd sem ritari beggja, ritnefnd
Búvísinda, Tilraunaráði Rannsóknastofnunar landbúnaðarins, Búfræðslu-
nefnd, fulltrúaráði Bréfaskólans, stjórn Minningarsjóðs dr. Halldórs Páls-
sonar, búnaðarmálastjóra, stjórn Sauðfjárverndarinnar, Markanefnd, und-
irbúningsnefnd vegna gerðar myndbands um gróðurvernd og landnýtingu í
samræmi við ályktun Búnaðarþings 1989 (mál nr. 6), Ullarhópi Fram-
leiðsluráðs landbúnaðarins, nefnd, sem endurskoðaði lög og reglugerð um
flokkun og mat ullar, COMETTII nefnd, sem fjallar um samstarf atvinnu-
lífs og skóla um tækniþjálfun á vegum EFTA og Evrópubandalagsins, nefnd
landbúnaðarráðherra, sem samdi drög að lögum um búfjárhald, og nefnd á
vegum Búnaðarfélag íslands, sem samdi drög að reglugerð við lög um
búfjárrækt nr. 84/1989.
Ferðalög. Líkt og áður skoðaði ég hrossa- og sauðfjárhaga á ýmsum
stöðum og kom í nokkrar réttir. Meðal annars kynnti ég mér ástand
beitilanda á Akranesi í lok maí og í byrjun desember, í Mosfellsbæ um
miðjan maí og í Landmannahreppi um miðjan nóvember. Einnig ferðaðist
ég lítillega í sambandi vð forðagæslumál. Sums staðar er beitarálag of mikið
í hrossahögum, m.a. vegna fjölgunar hrossa. Þessi mál þurfa hestamenn og
hrossabændur að skoða af meira raunsæi en gert hefur verið og taka þau
fastari tökum. Að öðru Ieyti fer ástand beitilanda batnandi víðast hvar.
Spretta í úthaga var með betra móti, því að sæmilega vel voraði eftir
snjóþungan vetur, sumarið var óvenju hlýtt og áfallalaust og haustið með
ágætum. Vænleiki dilka var yfir meðallagi og sums staðar óvenju mikill. í
byrjun apríl fórum við nokkur úr Ullarhópnum með fjórum norskum
áhugamönnum um ullarmál í heimsókn í Ullarþvottastöð Álafoss hf í
58