Búnaðarrit - 01.01.1991, Blaðsíða 85
Hveragerði og skoðuðum tvö ágæt fjárbú,á Sandlæk í Gnúpverjahreppi og á
Bíldsfelli í Grafningshreppi í Árnessýslu. Haustrúningur færist nú í vöxt, og
eru margir bændur að gera átak til að bæta ullargæðin. Um réttaleytið var ég
dagstund með sauðfjárræktarnefnd á Tilraunastöðinni á Hesti í Borgarfirði
við skoðun á afkvæmarannsóknafé, m.a. með nýju hljóðmyndatæki, en
Minningarsjóður dr. Halldórs Pálssonar búnaðarmálastjóra veitti styrk til
kaupa þeirra, eins og síðar verður vikið að. Utanlandsferðir voru engar á
árinu.
Fundir og ráðstefnur. Töluvert var um fundarsetur auk framangreindra
nefndarstarfa, m.a. vegna ýmissa fræðslu- og umræðufunda í sambandi við
landnýtingu, umhverfismál og sauðfjárrækt. Að venju sat ég Ráðunauta-
fund Búnaðarfélags íslands og Rannsóknastofnunar landbúnaðarins. Þá
fylgdist ég með umræðum á Búnaðarþingi eftir föngum, mætti á nokkrum
nefndarfundum þess til skrafs og ráðagerða um ýmis mál og aðstoðaði
búfjárræktarnefnd öðru hverju á þingtímanum. í janúar sat ég námsstefnu í
Borgartúni 6 um gróðurhúsaáhrif og veðurfarsbreytingar af manna völdum
og tók þátt í undirbúningi ráðstefnu Félags íslenskra náttúrufræðinga, sem
haldin var í Hótel Holiday Inn í febrúar um umhverfi, gróðurvernd og
landnýtingu. Þar flutti ég erindi um gróðurvernd með hliðsjón af búfjár-
haldi og beitarmálum (sjá Frey, 6. tbl., bls. 215-218 og 223-226, 1990). í
janúar, febrúar, mars og apríl sat ég fundi í Bændahöllinni um hrossabeit
með fulltrúum frá hestamönnum, hrossabændum og Landgræðslu ríkisins,
og í lok apríl stóð ég fyrir fræðslu- og umræðufundi í Bændahöllinni um það
efni fyrir ráðunauta og fleiri. Þar var einnig fjallað um ásetning og
forðagæslumál. Um svipað leyti mætti ég á aðalfundi Félags sauðfjárbænda
í Árnessýslu á Hótel Selfossi og flutti erindi um gróðurverndar- og
landnýtingarmál með tilliti til sauðfjárræktar í sýslunni. í byrjun júní var ég
á fundi í Norræna húsinu, sem markaði upphaf Norræna umhverfisársins,
og í ágúst sat ég fræðafund í Borgartúni 6 um fóður- og beitarfræði, sem
haldinn var í minningu Gunnars Ólafssonar, forstjóra Rannsóknastofnunar
landbúnaðarins. Á sama stað sat ég fund í október, sem Markaðsnefnd
landbúnaðarins og fleiri aðilar stóðu fyrir um bætta nýtingu sláturafurða.
Þar kynntu þau Lance W. Smith og Diane Fowler frá Nýja Sjálandi helstu
niðurstöður könnunar, sem þau gerðu hér á landi, en áður hafði ég tekið
þátt í viðræðum við þau í Bændahöllinni og útvegað þeim upplýsingar um
sauðfjárræktina. I lok ágúst flutti ég stutt erindi og tók þátt í uniræðum á
fundi í Mosfellsbæ, sem Búnaðarsamband Kjalarnesþings efndi til með
gróðurverndarnefndum og fleirum, sent láta sig varða landnýtingu á
svæðinu. Um réttaleytið flutti ég erindi og tók þátt í líflegum umræðum um
landnýtingu og landbúnað hjá Lionsklúbbi Grindavíkur. I lok október sat
ég 7. Náttúruverndarþing í Hótel Loftleiðum, og í lok nóvember flutti ég
erindi og tók þátt í ágætum umræðum um hrossabeit á fundi hjá Hesta-
59