Búnaðarrit - 01.01.1991, Síða 87
strangs heilbrigðiseftirlits, og ýmsir óvæntir erfiðleikar komu upp, en við
erum nú reynslunni ríkari. Samtals voru flutt út sjóleiðis 58 lömb þann 10.
október til 18 aðila í Englandi, Skotlandi og Wales. Flestir þeirra eiga fyrir
fé af íslenskum stofni. Þann 17. október fóru 74 lömb flugleiðis til Stefaníu
Sveinbjarnardóttur í Ontario í Kanada. Hún flutti út 12 kindur sumarið
1985 og hefur stuðlað mjög að kynningu á eiginleikum og gæðum íslensku
ullarinnar til heimilisiðnaðar og Iistvefnaðar. Snemma árs tók ég þátt í
undirbúningi fyrstu úthlutunar úr Minningarsjóði dr. Halldórs Pálssonar,
búnaðarmálastjóra, (sjáFrey,3. tbl.,bls. 112,1990). Veittur var styrkur til
kaupa á hljóðmyndatæki til að rannsaka fitu- og vöðvahlutföll sauðfjár, og
er tækið í umsjá Búnaðarfélags íslands og Rannsóknastofnunar landbúnað-
arins. Lofar notkun þess góðu. Að venju yfirfór ég drög að fjallskilareglu-
gerðum, sem bárust til umsagnar úr landbúnaðarráðuneytinu, og hafði
umsjón með tölvuskráningu nýbirtra marka. Meðal annarra verkefna mætti
nefna söfnun upplýsinga um ákveðna kostnaðarþætti við sauðfjárfram-
leiðslu í Bretlandi fyrir Félag sauðfjárbænda, vinna með Árna Jónassyni við
að úrskurða um ágreiningsmál, sem vísað hafði verið til Stéttarsambands
bænda, og um mitt ár var ég meðdómari í máli hjá Borgardómaraembætt-
inu. í frítíma annaðist ég minni háttar kennslu í sauðfjárrækt fyrir Bréfa-
skólann og flutti fáeina fyrirlestra um búfjárframleiðslu fyrir matvælafræði-
nema í Háskóla Islands.
Stjórn Búnaðarfélags Islands, búnaðarmálastjóra og öðru starfsfólki
félagsins þakka ég ágætt samstarf.
Ritskrá 1990:
Beit nautgripa til kjötframleiðslu. Handbók bœnda 40, 296-300.
Gróðurvernd með hliðsjón af búfjárhaldi og beitarmálum. Ráðstefna Félags íslenskra náttúru-
fræðinga: Umltverfi, gróðurvernd og landnýting, Hótel Holiday Inn, Reykjavík 23. febrúar
1990. Fjölrit 16 bls.
Gróðurvernd með hliðsjón af búfjárrækt og beitarmálum. Freyr 86 (6), 215-218 og 223-226.
Gróðurvernd með hliðsjón af búfjárhaldi og beitarmálum. Morgunblaðið, föstudagur 4. maf
1990, 24-25.
Umhverfisráðuneyti stofnað. Bœndablaðið og landsbyggðin 4 (3), föstudagur 30. mars 1990,
9.
The possible utilization of the Thoka gene in Icelandic sheep flocks. Second International
Workshop on The Booroola Cene, 16-18 July 1990, Toulouse, France. (Ásaint Jóni Viðari
Jónmundssyni, Stefáni Aðalsteinssyni og Sigurgeiri Þorgeirssyni).
Leiðbeiningar um hrossabeit. Eiðfaxi, 5. tbl., 11-12.
Utilization of communal rangelands in Iceland. NJF-seminar nr. 181, Jord erosion och
fosforförluster i lantbruket, Laugarvatn, Island, 9.-13. august 1990. Fjölrit 5 bls.
Lausaganga búfjár. Athugasemdir frá Búnaðarfélagi fslands við skrif Huldu Valtýsdóttur um
lausagöngu búfjár í Morgunblaðinu í september 1990 og nokkrar ábendingar um þau mál.
Morgunblaðið, föstudagur 26. október 1990, 35. (Ásamt Jónasi Jónssyni).
Fyrstu landsmarkaskránni fylgt úr hlaði. Landsmarkaskrá 1989, 4-5. Ritstj. Ólafur R.
Dýrmundsson. Útg. Búnaðarfélag íslands.
61