Búnaðarrit - 01.01.1991, Blaðsíða 101
Aðalfundur Hrossaræktarsambands íslands var haldinn á Akureyri 20.
október, ársþing Landssambands hestamannafélaga var haldið á Húsavík
26. til 27. október og aðalfundur Félags hrossabænda á Löngumýri í
Skagafirði 16. nóvember. Þessum fundum, sem ég sat alla, verða gerð skil
hér ögn aftar í skýrslunni. Pá ávarpaði ég aðalfund Félags tamningamanna,
sem haldinn var í Mosfellsbæ 8. desember.
Ég er í undirbúningsnefnd Ráðaunautafundar B.í. og RALA 1991 og hef
setið allmarga fundi í því sambandi, m.a. til undirbúnings dagskrár um
búfjárkynbætur, sem verður 7. febrúar. Þann 13. nóvember átti Einar
Gestsson, stúdent við Búvísindadeildina á Hvanneyri, við mig kynnisviðtal
í sambandi við nám sitt. Þann 21. nóvember sat ég fyrirlestur hjá Líftöl-
fræðifélagi íslands.
Hrossarœktarnefnd. Á Búnaðarþingi 1990 var Hrossaræktarnefnd kjörin
um leið og aðrar búfjárræktarnefndir, sem starfa samkvæmt ákvæðum í
lögum nr. 84 frá 1989, búfjárræktarlögum. Ég kom lítið nærri málum
tengdum nefndinni á frumstigi, átti enda óhægt um vik, staðsettur á
Akureyri og bæði stopult og stutt hér syðra auk þess að vera nýbyrjaður í
starfi. Ég sat þó einn undirbúningsfund, 16. janúar, þar sem einkum var rætt
um fagráð í hrossarækt. Á Búnaðarþing 1990 kom ég ekki, má þar bæði
kenna um ófærð og annríki.
Ég er varaformaður Hrossaræktarnefndar samkvæmt skipun stjórnar
Búnaðarfélagsins auk þess að vera ritari nefndarinnar, sem hefur reynst
mikið starf.
Ég gæti skrifað langt mál um þær alvarlegu ásakanir, sem hafa verið
bornar á okkur ráðunauta fyrir dómstörf okkar. Okkur virðist stundum, að
þar sé verið að vinna að því að brjóta niður faglegt leiðbeiningastarf. Á bak
við er fyrst ogfremst óánægjaeinstaklinga með dómaá eigin hrossum. Hins
vegar getum við aldrei látið skammsýn eiginhagsmunasjónarmið einstak-
linga eða hópa ráða störfum okkar eða dómum. Þá brygðumst við skyldu
okkar og ynnum ekki að þeirri framför í hrossaræktinni, sem okkur ber ætíð
að hafa að leiðarljósi. Mikið starf bíður Hrossaræktarnefndar t.d. við
reglugerðarsmíð. Mikilvægt er, að það gangi vel og fagleg sjónarmið verði
látin ráða.
Hvað starf Hrossaræktarnefndar áhrærir að öðru leyti vitna ég til skýrslu
búnaðarmálastjóra og Þorkels Bjarnasonar.
Dómstörf og sýningar, stigunarkvarði og niðurstöður. Sýninga- og
dómstörf eru drj úgur og ómissandi hluti af störfum hrossaræktarráðunauta,
því að við kynbótadóma fer fram afurðamæling í þessari búgrein.
75