Búnaðarrit - 01.01.1991, Side 102
Þann 2. mars veitti ég forystu dómum á stóðhestatamningastöðinni á
Hólum. Þarna var mikið frekar um að ræða óformlega skoðun tamningafola
en eiginlega kynbótadóma. Vel mætti skoða, hvort raunhæfir möguleikar til
að efla hrossaræktina fælust í frekari útfærslu þess konar starfs. í ársyfirlit-
inu um störf mín minnist ég á þá miklu vinnu, sem var við forskoðun
kynbótahrossa, sem hófst á stóðhestatamningastöðinni á Hólum í Hj altadal
29. til 30. apríl, er þar fór þá um leið fram búsúttekt. Ég ætla ekki að rekja
ferðasögu forskoðunarinnar nákvæmlega, ferðaáætlunin hefur birst víða.
Hún stóðst í stórum dráttum, þó að fáeinum aukadögum þyrfti að bæta við
vegna mikíllar þátttöku, sem var yfirleitt gert með því að fella niður frídaga.
Forskoðun endaði 12. júní á Iðavöllum á Fljótsdalshéraði.
Dagana 4. til 6. maí, sem voru frídagar frá forskoðun, lýsti ég sýningum
kynbótahrossa í Reiðhöllinni í Reykjavík, og um þá helgi tók ég saman bréf
sem ritari Hrossaræktarnefndar. Það innihélt sýningareglur 1990 og fleira,
var það sent öllum sýningahöldurum þann 7. maí.
Dómstörf á Landsmóti hestamanna hófust 3. júlí, og mótið endaði þann
8. júlí.
Síðsumarsýningar eru nú sem betur fer orðinn fastur þáttur í sýninga-
starfinu ákaflega víða á landinu, og vel mætti skoða það, hvort frekari
fjölgun sýninga borgaði sig, t.d. sýningar snemma vors á stóðhestum eða þá
öllum kynbótahrossum. Ég var formaður dómnefnda á síðsumarsýningum
á Vindheimamelum í Skagafirði 10. ágúst, á Húsavík 17. ágúst, á Flötutung-
um í Svarfaðardal, Eyjafjarðarsýslu, 18. ágúst og á Króksstaðiamelum 22.
ágúst, en þann dag leit ég einnig á hross hjá tveimur bændum í A,-
Húnavatnssýslu.
Auk þess leit ég víða á hross eins og vera ber í starfinu t.d. vegna
Stóðhestastöðvar, þann 22. október fór fram árleg mæling hrossa á Hólum í
Hjaltadal og 15. nóvember á Syðra-Skörðugili í Skagafirði.
Á fundi Hrossaræktarnefndar 19. október var lögð fram áfangaskýrsla
um reglur um kynbótadóma og sýningar hrossa þ.m.t. stigunarkvarði, sem
er lykilatriði við mótun heildarstefnu við dómstörfin. Vinna að þessum
málum hefur staðið yfir í nokkurn tíma, svo sem sjá má í síðustu starfsskýrsl-
um. Þessari skýrslu hefur nú verið dreift og hún verið kynnt víða svo sem á
aðalfundi Hrossaræktarsambands íslands. Vonast ég til, að það takist að
ljúka þessu verki á næstunni, svo að hægt sé að kynna skýrar reglur og
samhæfa okkur dómarana, áður en sýningar hefjast næsta vor. Þarna ræðst
þó framvindan ekki af nokkru atriði frekar en starfhæfni Hrossaræktar-
nefndar.
76