Búnaðarrit - 01.01.1991, Qupperneq 107
verða á svínakjötsframleiðslunni frá ári til árs. (Fjölrit Rala nr. 141, apríl
1990 bls. 7-16). Einnigvar gerð framleiðsluspá fyrir árið 1990oggerð grein
fyrir niðurstöðum framleiðsluspár fyrir árið 1989. Þessar framleiðsluspár
hafa verið gerðar allt frá árinu 1983 og hafa reynst það nákvæmar, að hægt
hefur verið að nota þær til að skipuleggja svínakjötsframleiðsluna og gera
ráðstafanir tímanlega, ef sala á svínakjöti breytist óeðlilega mikið (Fjölrit
Rala nr. 141, apríl 1990, bls. 1-6).
Á ráðunautafundi 5.-9. febrúar 1990 var ég með erindi: Möguleikar til
lækkunar framleiðslukostnaðar í svínarækt (Ráðunautafundur 1990, bls.
53-68). Á sama fundi greindi ég lauslega frá niðurstöðum rannsókna á
íslenskum svínum á árinu 1989. Nánari upplýsingar um niðurstöður þessara
rannsókna er að finna í fjölriti Rala nr. 137, desember 1989: Rannsóknir á
íslenskum sláturgrísum á árunum 1980-1983 og 1989.
Allmikill tími fór í að gera úttekt á íslenska svínastofninum og meta
innflutningsþörf á erfðaefni. Stjórn Svínaræktarfélags íslands fól dr. Stefáni
Aðalsteinssyni að hafa yfirumsjón með þessu verkefni og óskaði eftir, að ég
yrði honum til aðstoðar. Þessu verkefni var lokið um miðjan mars-mánuð
og skýrslu skilað um sama leyti til stjórnar Svínaræktarfélags íslands (Stefán
Aðalsteinsson, Pétur Sigtryggsson 1990: Skýrsla um íslenska svínastofninn
og umfjöllun um innflutningsþörf). Ég þakka Stefáni fyrir ánægjulegt
samstarf og frábæra aðstoð við störf í þágu svínaræktarinnar.
í apríllok byrjaði ég á víðtækri afkvæmarannsókn á svínum frá svínabúinu
á Þórustöðum í Ölfusi. AIIs voru rannsakaðir 1060 sláturgrísir undan 168
gyltum og 10 göltum. Þessum 1060 sláturgrísum var slátrað á tímabilinu frá
23. apríl til og með 27. ágúst 1990 í sláturhúsum Sláturfélags Suðurlands og
Hafnar h/f á Selfossi. Nákvæm lýsing á niðurstöðum afkvæmarannsóknar-
innar á Þórustöðum mun væntanlega birtast innan skamms í fjölriti Rala.
Einnig verður gert lauslega grein fyrir niðurstöðum þessarar afkvæmarann-
sóknar á ráðunautafundi 4.-8. febrúar næstkomandi. Lokið var allri
tölvuvinnslu og útreikningum á afkvæmarannsóknarverkefninu í septem-
ber, þannig að eigandi svínabúsins gat notað niðurstöður afkvæmarann-
sóknarinnar strax í septemberlok til að skipuleggja kynbætur á búinu.
Ennfremur voru gerðar afkvæmarannsóknir á tveimur svínabúum síðar á
árinu. Rannsakaðir voru 119 grísir á öðru búinu og 509 grísir á hinu.
Aðaltilgangur þessara tveggja síðastnefndu afkvæmarannsókna er að auð-
velda viðkomandi svínabændum að skipuleggja kynbætur á búum sínum,
áður en farið er út í víðtækar afkvæmarannsóknir. Eftirfarandi atriði voru
athuguð og skrásett: 1. númer gríss, 2. númer föður og móður, 3.
fæðingardagur gríss, 4. slátrun, dagsetning, 5. fjöldi lifandi grísa í goti við
fæðingu, 6. fæðingarþungi grísa, 7. þyngd grísa við slátrun, 8. fallþungi
grísa, 9. kjötprósenta, 10. aldur grísa við slátrun, 11. sýrustig (ph) í læri og
hrygg 1-3 klst. eftir slátrun, 12. sýrustig í læri og hrygg 16-20 klst. eftir
81