Búnaðarrit - 01.01.1991, Blaðsíða 108
slátrun, 13. þykkt fitu yfir bóg, 14. þykkt fitu á miðjum hrygg, 15. þykkt fitu
á lend, 16. þykkt fitu í síðu, 17. skrokklengd, 18. vaxtarhraði grísa frá
fæðingu til slátrunar. Ekki verður fjallað um niðurstöður afkvæmarann-
sóknarinnar á Þórustöðum hér, en þær sýna, hve miklar framfarir hafa
orðið í svínarækt hér á landi síðustu 4-5 árin. Niðurstöðurnar sýna einnig
hversu Iangt er hægt að komast með nákvæmu skýrsluhaldi og skipulögðum
afkvæmarannsóknum. Ennfremur sýna niðurstöðurnar, að með skipulögð-
um afkvæmarannsóknum á að vera hægt á tiltölulega skömmum tíma að
framleiða sambærilega sláturgrísi og gert er erlendis á venjulegum svínabú-
um. Eins og tekið er fram hér að framan, verður fjallað um þessar
niðurstöður á ráðunautafundi 4.- 8. febrúar næstkomandi og í fjölriti Rala,
sem vonandi kemur út bráðlega.
Skv. vinnustundaskýrslu 1988 vann ég samtals 561,31 klst. í yfirvinnu
vegna starfa minna sem ráðunautur ogsérfræðingur í svínarækt. Af þessum
stundum fékk ég 300 stundir greiddar skv. samningnum stjórna Rala og
Svínaræktarfélags Islands frá 26. október 1982,104stundirfékkéggreiddar
hjá Búnaðarfélagi Islands vegna starfa minna á ferðum utan höfuðborgar-
svæðisins. Þá eru eftir 157,31 stundir, sem eru óumbeðin og ógreidd
yfirvinna og gerð sökum áhuga míns á starfinu.
Skv. vinnustundaskýrslu 1989 vann ég samtals 501,02 klst. í yfirvinnu
vegna starfa minna sem ráðunautur og sérfræðingur í svínarækt. Af þessum
stundum fékk ég 300 stundir greiddar skv. samningum frá 26. okt. 1982, 84
klst. greiddi Búnaðarfélagið og 117,02 klst. eru óumbeðin og ógreidd
yfirvinna.
Skv. vinnustundaskýrslu 1990 vann ég samtals 632,87 klst. í yfirvinnu-
vegna starfa minna sem ráðunautur og sérfræðingur í svínarækt. Af þessum
stundum fékk ég 300 stundir greiddar skv. samningnum frá 26. okt. 1982,
159 greiddi Búnaðarfélagið, 48 klst. voru greiddar sérstaklega af Rala
vegna afkvæmarannsókna á Þórustöðum og 125,87 klst. eru óumbeðin og
ógreidd yfirvinna. Þar við bætist, að ég á nú ótekið sumarfrí sem nemur 56
virkum dögum, og þar af verð ég að taka 26 daga fyrir lok yfirstandandi
orlofsárs.
Eftirfarandi greinar og skýrslur hef ég skrifað frá árinu 1985 að undan-
skildum 3 skýrslum, sem gerðar voru á árinu 1990 í samvinnu við dr. Stefán
Aðalsteinsson:
1985. Starfsskýrsla. Búnaðarrit 98: 92-96.
1985. Fóðurþarfir svína. Handbók bænda 35: 354-355.
1985. Skýrsluhald í svínarækt. Handbók bænda 35: 338-345.
1985. Svínarækt - niðurstöður úr skýrsluhaldi. Ráðunautafundur 1985: 61-78.
1986. Starfsskýrsla. Búnaðarrit 99: 85-88.
1986. Skýrsluhald í svínarækt. Freyr 82: 463-466.
1986. Meðgöngutímatafla búfjár. Freyr 82: 574-575.
1986. Svínarækt 1985. Freyr 82: 648-650.
1986. Fóðurþarfir svína. Handbók bænda 36: 324-325.
82