Búnaðarrit - 01.01.1991, Page 110
Fiskeldi
Óskar ísfeld Sigurðsson
Síðastliðið ár var viðburðaríkt í fiskeldinu.
Þó að miklir erfiðleikar hafi verið í greininni,
var nokkuð um beiðnir um úttektir á eldis-
möguleikum og þá sérstaklega á möguleikum
á bleikjueldi. Ferðaðist ég töluvert um landið
vegna þessa. Lengsta ferðin var í lok ágúst,
en þá fórum við Haraldur Árnason í hring-
ferð um landið og skoðuðum aðstæður á um
tólf stöðum aðallega á Austurlandi, en einnig
á Vestur-, Norður- og Suðurlandi. í júlí
heimsótti ég ásamt þáverandi fiskeldisráðu-
naut á Kirkjubæjarklaustri, Andra Guð-
mundssyni, alla þá bæi á því svæði, þar sem við Haraldur höfðum kannað
aðstæður á árinu 1989, og nokkra að auki.
Var farið yfir niðurstöður okkar með hverjum og einum, og síðan var
ráðunautnum falin frekari úrvinnsla þessara mála. í desember lét Andri
síðan af störfum, og verður unnið áfram að þessum málum í samvinnu við
nýjan ráðunaut, sem starfar þarna í fjórðungs starfi á vegum Búnaðarsam-
bands Suðurlands. í mars hélt ég erindi á bleikjunámskeiði, sem haldið var
á Hvanneyri, og í desember hélt ég erindi um niðurstöður tilraunaeldis á
bleikju á Suðurlandi.
Töluvert var um funda- og ráðstefnustörf á árinu. Eftirtaldar ráðstefnur
sat ég: „Hagkvæmni strandeldis", „Fiskeldi á Islandi“, „The role of
aquaculture in fisheries“ (NJF ráðstefna), „Eldi sjávardýra“, „Tölvur á
tækniöld“, „Markaðsmál laxfiska", sem haldin var í Þrándheimi í Noregi.
Auk þess var ég gestur á stofnfundi Fiskeldisfélags Austurlands og á
aðalfundi Landssambands fiskeldis- og hafbeitarstöðva og sótti fræðslufund
fóðurframleiðenda. Einnig sat ég ráðunautafund og fylgdist með Búnaðar-
þingi eins og kostur var. Fyrir ráðunautafund skipulagði ég, í samráði við
undirbúningsnefnd, dagskrá um bleikjueldi. Fiskeldishópurinn varþar með
þrjú erindi: „Staða og horfur í bleikjueldi“, „Búnaður fyrir bleikjueldi“ og
„Arðsemi í bleikjueldi“.
Ég var fulltrúi Búnaðarfélags íslands í eftirtöldum nefndum: Ráðgjafa-
nefnd landbúnaðarráðherra um málefni fiskeldis, Bleikjunefnd Rann-
sóknaráðs ríkísins, Faghópi um nýtingu tilraunaaðstöðu fyrir fiskeldi í
Straumfræðihúsi á Keldnaholti, nefnd á vegum Heilbrigðisráðuneytisins,
84