Búnaðarrit - 01.01.1991, Blaðsíða 112
Að mínu áliti ættu menn nú að hinkra við og sjá fyrst, hver árangurinn
verður í því eldi, sem þegar er byrjað, en styðja jafnframt vel við bakið á
þeim, sem komnir eru í gang. Nú á megináherslan að vera að finna góðan
eldisstofn og kynbæta hann, bæta eldisaðferðirnar og síðast en ekki síst að
vinna að uppbyggingu á markaðs- og sölumálum. Mjög brýnt er, að það
verði gert alveg frá byrjun.
Góð samvinna var við starfsmenn ýmissa stofnana og samtaka, er fást við
fiskeldismál. „Upplýsingabanki" fiskeldishópsins stækkar enn og hefur
verið töluvert notaður af ýmsum aðilum. Verður haldið áfram að þróa og
auka þetta upplýsingasafn.
Að lokum vil ég þakka stjórn félagsins og starfsmönnum öllum fyrir gott
og ánægjulegt samstarf á árinu.
Greinar:
Markaðsathuganir á íslenskri eldisbleikju. Búnaðarfélag íslands 1990, (ásamt Hermanni
Ottóssyni).
íslaxhf. Rekstraráætlun fyrirárin 1990-1994. Búnaðarfélag íslands 1990, (ásamt fiskeldishópi,
Bf).
Eldisstöðin Krókur hf. Rekstraráætlun fyrir árin 1990-1994. 1 Búnaðarfélag Islands 1990,
(ásamt fiskeldishópi, BÍ).
Eldisstöðin Krókur hf. Rekstraráætlun fyrir árin 1990-1994. 2 Búnaðarfélag íslands 1990,
(ásamt fiskeldishópi, BÍ).
Straumfiskur hf. Rekstraráætlun fyrir árin 1990-1994. Búnaðarfélag íslands 1990, (ásamt
fiskeldishópi, BÍ).
Staða og horfur í bleikjueldi. Ráðunautafundur 1990.
Fiskeldi árið 1990.
Framleiðslan á laxi í matfiskeldi árið 1990 er áætluð um 2500 tonn að
verðmæti um 750 milljónir króna, og framleiðsla á silungi er áætluð um 150
tonn að verðmæti um 42 milljónir króna. Heimtur úr hafbeitinni voru um 88
þúsund laxar, samtals um 300 tonn, að verðmæti um 111 millj. kr. Þetta eru
um 2,0% heimtur af 1-árs fiski að meðaltali yfir landið allt, miðað við
sleppingar 1989.
Heildarverðmæti fiskeldis á árinu er áætlað samtals rúmar 1700 millj. kr.
(sjá yfirlit). Þessar verðmætatölur eru miðaðar við nettó skilaverð til
eldisstöðva, ekki útflutningsverðmæti.
Fjöldi skráðra eldisstöðva var í byrjun ársins 105. Þar af voru 54 með
seiðaeldi, 24 með strand/landeldi, 28 með kvía/fareldi og 23 með hafbeit.
Fjöldi fiskeldisfyrirtækja á í miklum erfiðleikum. Um 15 stöðvar urðu
gjaldþrota á árinu eða hættu rekstri.
86