Búnaðarrit - 01.01.1991, Síða 114
Kanínurækt
Ingimar Sveinsson
Störf mín á árinu voru svipuð og undanfarin
ár. Minna var þó um ferðalög og heimsóknir
til einstakra kanínubænda. Það var hins veg-
ar mikið leitað til mín í gegnum síma, bæði
um fræðslu og ekki síður til að leita álits á
stöðu kanínuræktarinnar og framtíðarhorf-
um, sem margir eru uggandi um vegna slæmr-
ar stöðu Fínullar h/f.
Ég hefi á árinu mætt tvisvar á stjórnarfundi
hjá Fínull h/f og á aðalfund fyrirtækisins,
einnig á stjórnarfund og aðalfund Landssam-
bands kanínubænda. Á öllum þessum fund-
um voru ræddar leiðir til lausnar á vanda Fínullar h/f, en það er forsenda
þess, að hægt sé að vinna úr og koma fiðunni í verð.
Staða Fínullar h/f hefir verið mjög slæm á árinu, innanlandssalan þó verið
mjög góð. Kanínubændur fengu ekkert greitt fyrir innlegg sitt fram eftir
árinu, fyrr en nú á síðustu mánuðum ársins. Það er því ekki furða, þótt
margir kanínubændur séu hikandi við að halda áfram.
Heimilisiðnaður úr kanínufiðu hefir verið mjög til athugunar á árinu,
enda gefist mjög vel í Noregi. Ég hefi verið í sambandi við norska
landsráðunauta um þessi mál, og ákveðið er að halda ráðstefnu um og
námskeið í úrvinnslu kanínufiðu sem heimilisiðnað. Námskeið þetta verður
að Hvanneyri dagana 7.-11. mars næstkomandi.
Þá hefi ég á árinu unnið að því að koma upp kennslu- og tilraunakanínu-
búi að Vatnshömrum, sem er hér rétt hjá Hvanneyri. Þar er nú komin ágæt
aðstaða fyrir 30-40 kanínur, sem nægir til kennslu og fóðurtilrauna. Byrjað
verður á fóðurtilraunum í lok janúar, þar sem samanburður verður gerður á
afurðum, kjarnfóðurþörf og þrifum kanína á mismunandi fóðri, 2 tegund-
um þurrheys og 2 tegundum rúlluvotheys, en engar skipulegar fóðurtilraun-
ir hafa verið gerðar á kanínum hérlendis fyrr. Hámarksnotkun heimaaflaðs
fóðurs og tilsvarandi sparnaður kjarnfóðurs er ein höfuðforsenda kanínu-
ræktar sem búgreinar hérlendis.
Innlögð fiða á árinu var rúm tvö tonn. Einhverjir hafa hætt kanínubú-
skap, og nokkrir hafa dregið saman framleiðslu og bíða átekta eftir því,
hvað gerist í markaðsmálum.
88