Búnaðarrit - 01.01.1991, Side 126
Búnaðarhagfræði
Ketill A. Hannesson
Starf mitt sem búnaðarhagfræðiráðunautur
var frábrugðið fyrri árum á margan hátt.
Ráðunautafundur í byrjun febrúar setti
nokkuð svip sinn á störf fyrsta mánuð ársins,
en ég átti sæti í undirbúningsnefnd. Sá fundur
var nokkuð á sviði búnaðarhagfræðinnar, og
þar flutti ég fjögur erindi. Tvö voru um
búreikninga eða það verkefni, sem nú er í
gangi, eitt um möguleika til lækkunar á fram-
leiðslukostnaði búvara og annað um arðsemi
í bleikjueldi. Á fundi með héraðsráðnautum
voru verklegar æfingar á bókhaldsforritinu
Búbót. Efni Ráðunautafundar tekur mið af þeim vandamálun, sem efst eru
á baugi, og má þar nefna hagræðingarmöguleika í landbúnaði, bæði á
búunum sjálfum og vinnslu, dreifingu og sölu. Vinnslustöðvar landbúnað-
arins, kaupmannasamtökin og ráðuneyti lögðu til fyrirlesara auk búvísinda-
manna. Á síðasta degi ráðunautafundar var fjallað um EFTA, EB, GATT
og íslenskan landbúnað.
Kynning á grundvallaratriðum virðisaukaskatts tók töluverðan tíma, og
búnaðarsamböndin voru aðstoðuð með fundarefni. Flest búnaðarsam-
böndin kynntu bókhaldsþjónustu sína og grundvallaratriði virðisauka-
skattsbókhalds á bændafundum. Almennt má segja, að aldrei hafi fundar-
sókn verið jafnmikil og á þessum fundum. Þess voru mörg dæmi, að komið
væri frá öllum heimilum.
Skrifstofustörf voru með hefðbundnu sniði. Áætlanagerð fyrir bændur,
sem eru að fara í meiriháttar framkvæmdir eða jarðakaup, tók töluverðan
tíma. Erfiðleikar í fiskeldi settu nokkurn svip á þetta ár. Unnið var að
áætlanagerð fyrir fiskeldisþændur, sem leitað hafa til þeirra sjóða, sem veitt
hafa aðstoð. Mat á þeirra stöðu hefur reynst erfitt, en boðið verður upp á
gott bókhaldsforrit á árinu 1991 fyrir fiskeldisbændur til þess að auka innra
eftirlit.
Átaksverkefni í búreikningum. Störf þessa árs voru mótuð árið 1989 með
átaksverkefni í bókhaldsmálum búnaðarsambanda og bænda. Eins og skýrt
var frá í síðustu starfskýrslu, var mér falin verkefnisstjórnun ásamt Halldóri
100