Búnaðarrit - 01.01.1991, Blaðsíða 127
Árnasyni við gerð hugbúnaðar fyrir búnaðarsamböndin og bændur fyrir
skráningu og uppgjöri á búreikningum. Búreikningastofan var lögð niður,
og verkefni hennar dreifðust til búnaðarsambandanna og Hagþjónustunn-
ar. Hugbúnaðarfyrirtækið Hugmót hf. tók að sér forritun, en við Halldór
höfum annast ráðgjöf og tilraunavinnslu. Þetta verk hefur tekið meiri tíma
en ráð var fyrir gert. Nokkrir byrjunarörðugleikar skutu upp kollinum við
notkun á gagnagrunninum Paradox við hönnun á þessu verki þrátt fyrir
lofsamleg ummæli í tölvublöðum. Vinnsluhraði reyndist ekki nægilegur á
eldri gerð tölva, og ákveðið var að endurskrifa forritapakkann í forritunar-
málinu Turbo Pascal. Að sumu leyti er kostur að vinna verkið á þennan
hátt, þ.e.a.s að hanna fyrst hugbúnaðinn í gagnagrunni, en fuligera hann
síðan í hraðvirku forritunarmáli. Reynt er að gera hugbúnaðinn vinalegan
fyrir notandann með því að leiða hann um kerfið með valmyndum og
flettigluggum. Nú er í tísku að nota „músina“ við stjórnun á sem flestum
þáttum í gluggakerfum, og það er nú í mótun.
Við þetta verkefni er unnið eftir ályktun Búnaðarþings og verklýsingu,
sem gerð var í upphafi. Vorfundur með ábyrgðarmönnum búreikninga hjá
búnaðarsamböndunum var haldinn 18. maí. Farið var vandlega í flesta þætti
bókhaldsins og þá ekki síður bókhaldsleg atriði. Fyrir þann fund var samið
um tölvukaup á afkastameiri tölvum fyrir þá aðila, sem vinna að búreikn-
ingunum hjá eða fyrir búnaðarsamböndin. Samið var um kaup á Viktor386
sx tölvum. Annar fundur með héraðsráðunautum um búreikningana var
haldinn í hjá Búnaðarfélaginu 26. nóv., en þá var útgáfa 0.7 kynnt og sýnd.
Hagþjónustu landbúnaðarins var boðið að kynna starfsemi sína á þessum
fundi, sem Magnús B.Jónsson og Gunnar Kristjánsson gerðu.
Búreikningar hjá búnaðarsamböndunum. Öll búnaðarsamböndin hafa
notað þennan hugbúnað, sem gengið hefur undir nafninu „Búbót“ við þá
bókhaldsþjónustu, sem þau veita bændum. Unnið hefur veriðfyrir rúmlega
600 bændur auk þess sem um 70 bændur hafa notað bændaútgáfuna af
Búbót á eigin tölvur. Pátttaka bænda í búreikningum er mjög misjöfn hjá
einstökum búnaðarsamböndum. Hlutfallslega eru flestir hjá Búnaðarsam-
bandi Austur-Skaft. eða um 39% bændanna. Næst koma Eyfirðingar og þá
Skagfirðingar. Hjá nokkrum búnaðarsamböndum hefur þessum málurn
lítið verið sinnt því miður. Efling hagfræðileiðbeininga verður vonandi í
kjölfar þessa átaks í búreikningamálum.
Fundir og ferðalög. Á árinu var komið við á öllum skrifstofum búnaðar-
sambandanna og einnig til fjölda bænda. Nú eru um 70 bændur notendur
Búbótar, og nauðsynlegt hefur verið að fylgj ast með því, hvernig þeim hefur
gengið við notkun á þessu forriti. Mætt var á fjölda bændafunda vegna
virðisaukaskatts, en bændur eru nú í fyrsta skipti skyldugir til þess að skila
101