Búnaðarrit - 01.01.1991, Page 131
Freyr
Matthías Eggertsson
Árið 1990 var útgáfa Freys að flestu leyti
með sama hætti og undanfarin ár. Sú breyting
varð þó, að júlíblöðum var slegið saman í eitt
og einnig ágústblöðum. Út koma þannig 22
blöð, en meira var um, að hvert blað væri
stærra en 40 síður, sem er venjuleg stærð,
þannig að síðufjöldi árgangsins varð 1008 bls.
Rekstur blaðsins gekk betur en oft áður,
og má þakka það stöðugleika í efnahagsmál-
um á árinu. Áskrifendum blaðsins fækkar,
enda er samdráttur í landbúnaði um þessar
mundir. Auglýsingafjöldi í blaðinu breyttist
lítiðfráfyrra ári. Um auglýsingasöfnun sér RósaHalldórsdóttir einsogáður
og nýtur þar aðstoðar beggja ritstjóra.
Á árinu var gert átak til að endurskoða skrá yfir þá, sem fá Stéttarsam-
bandsblað Freys, en sú skrá var farin að úreldast. Sendir voru listar til allra
hreppsbúnaðarfélaga og beðið um, að þeir yrðu leiðréttir, en ætlast er til, að
á listunum séu allir ábúendur á lögbýlum, aðrir búvöruframleiðendur sem
og þeir, sem veita þjónustu, sem flokkast undir landbúnað, en eru ekki fyrir
áskrifendur að Frey.
Góðar heimtur urðu á leiðréttum listum, en heildarfjöldi þeirra, sem fá
Stéttarsambandsblað Freys breyttist lítið, og eru þeir tæplega 1600. Áskrif-
endur Freys voru hins vegar í árslok um 3400 auk erlendra áskrifenda.
Umsóknir að Landbúnaðarháskólanum á Ási í Noregi. Ég hafði umsjón
með umsóknum íslenskra námsmanna að Búnaðarháskólanum á Ási í
Noregi eins og undanfarin ár. Skólaárið 1990/1991, sem hófst 20. ágúst,
hófu sex íslendingar þar nám, tveir á 2. námsári ogfjórir á 1. námsári. Á 2.
námsári hófu nám: Gunnar Steinarsson í landslagsarkitektúr og Sipríður
Brynjólfsdóttir í landslagsarkitektúr. Á 1. námsári hófu nám: Aslaug
Aðalsteinsdóttir í landslagsarkitektúr, Erla B. Kristjánsdóttir í landslags-
arkitektúr, Gunnar Freysteinsson í skógrækt og Sigurbjörg Áskelsdóttir í
landslagsarkitektúr.
Sá hópur nemenda frá Islandi, sem skólinn á Ási tók upp árið 1990, er
verulega umfram þann fjölda, sem um ræðir í samningi skólans og
9
105