Búnaðarrit - 01.01.1991, Qupperneq 133
Freyr
JúlíusJ. Daníelsson
Starf mitt við blaðið var með svipuðu móti
og undanfarin ár, þ.e. að skrifa í það, afla
efnis, lesa prófarkir, taka myndir, brjóta
blaðið um o.s.frv. Ég ferðaðist ofurlítið um
landið til að afla efnis fyrir Frey með viðtöl-
um og myndatökum.
Matthías meðritstjóri minn hefur sagt frá
rekstri blaðsins í starfsskýrslu sinni, og verð-
ur því ekki fjallað um þann þátt í þessari
skýrslu.
Ég sat aðalfund Stéttarsambands bænda
fyrir Frey, en sá fundur var að þessu sinni
haldinn að Reykjum í Hrútafirði, dagana 29.-31. ágúst 1990.
Freyr á orðið allgott safn af ljósmyndum, gömlum og nýjum, og filmusafn
úr landbúnaði frá síðustu 15-20 árum. Upplýsingarhafa verið skráðar aftan
á flestar myndir og pappírsafrit (,,kontakt“) eru til af megin þorra filrna, þar
sem skráð er, hvenær myndir hafa verið teknar, og nokkur deili sögð á
þeim, en slíkt er ómissandi vegna heimildargildis ljósmynda. Mannamynda-
safn Freys er geymt í umslögum í stafrófsröð, en aðrar myndir eru
grófflokkaðar eftir efni. Hins vegar vantar heildarskrá yfir safnið, og þyrfti,
þegar tími gefst til, að endurskipuleggja og fínflokka mynda- og filmusafnið
og skrá það inn á tölvu til að gera það aðgengilegra.
Nokkuð var um, að leitað væri til Freys um lán á myndum, m.a. í íslensku
alfræðibókina, sem út kom fyrir jólin 1990.
Önnur störf. Ég var ritari Búnaðarþings, sem var að störfum 5.-15. mars
1990. Pá sá ég að nokkru um erlendar bréfaskriftir fyrir Ráðningarstofu
landbúnaðarins og ennfremur um þýðingar fyrir aðrar landbúnaðarstofnan-
ir. Ég greip í að grisja eldri hluta bókasafns Búnaðarfélagsins, en það er
óhjákvæmilegt annað slagið vegna rúmleysis. Þá vann ég ofurlítið með
Ingibjörgu Hjartardóttur, bókaverði Búnaðarfélagsins, við að tölvuskrá
bækur í safni félagsins.
Að lokum þakka ég Matthíasi meðritstjóra mínum, starfsfólki Búnaðar-
félags íslands, Stéttarsambands bænda, Framleiðsluráðs landbúnaðarins og
annarra stofnana og einstaklinga, sem átt hafa viðskipti við Frey á árinu,
fyrir samstarfið.
107