Búnaðarrit - 01.01.1991, Síða 138
Tölvuþjónustan
Pétur Þór Jónasson
Rekstur tölvudeildar.
Nokkrar breytingar urðu á starfsemi tölvu-
deildar á liðnu ári. Áfram dró úr vinnu við
gagnaskráningu líkt og árið áður. Við skrán-
ingu og vinnslu (tölvuritarar og tölvari) voru
4,3 ársverk, sem var nær óbreytt frá árinu
1989. Verulega dró úr álagstoppum og þar
með úr yfirvinnu, og vinna var því jafnari yfir
árið en áður hefur verið. Ekki urðu breyting-
ar á starfsliði. Þess ber þó að geta í sambandi
við fyrrgreind ársverk, að Guðlaug Eyþórs-
dóttir, sem einkum hefur starfað við vinnslu
búfjárskýrslna, var hluta ársins við tölvunám.
Samkvæmt vinnuskýrslum deildust fyrrgreind ársverk (6699 klst. í stað
8517 klst. árið 1989) einkum á eftirtalin verkefni: Sauðfjárrækt 30,0%
(23,6), loðdýrarækt 20,3% (23,7), búreikningar 15,2% (26,0), nautgripa-
rækt 10,4% (6,7), og hrossarækt 5,9% (0,1). Tölur í sviga eru frá árinu
1989. Hvað varðar búreikningana og nautgriparæktina er hér nær eingöngu
um að ræða gagnainnslátt. í sauðfjárræktinni er nokkur hluti vinnutímans
og í loðdýraræktinni verulegur hluti hans önnur vinna en bein skráningar-
vinna. Eitt starfanna er að mestu bundið vinnslu búfjárskýrslna, einkum þó
í loðdýrarækt. Á öðrum sviðum hafa fagráðunautar umsjón með móttöku
og útsendingu gagna og annast úrvinnslu að mestu s.s. í nautgriparækt.
Meginbreytinguna á umfangi verkefna má rekja til þess, að á árinu lagðist
starfsemi Búreikningastofunnar niður, en henni tengdist umtalsverð gagna-
vinnsla og skráning. Auk þess kom til mikill samdráttur í loðdýrarækt. Þá
var uppsetningu markaskrár lokið. Á móti kom þó, að á sl. hausti var hafin
skráning gagna úr hrossarækt. Þar á meðal eru viðamikil eldri gögn, sem
kalla á mikla skráningarvinnu, meðan verið er að koma þeim á tölvutækt
form. Að þeirri vinnu lokinni má gera ráð fyrir frekari samdrætti í
skráningarvinnu í tölvudeild. Þá má gera ráð fyrir, að þróun í tölvutækni á
næstu árum ýti einnig undir þá breytingu.
Það er mitt mat, að nauðsyn sé á að fara að taka fastari tökum
stefnumótun í tölvuvinnslu innan leiðbeiningaþjónustunnar. Þar vísa ég til
þeirrar þróunar, sem er í átt til dreifðari vinnslu, þ.e.a.s. í átt frá stórum
tölvumiðstöðvum. Inn í þessa umræðu hljóta auk þess að koma byggðasjón-
112