Búnaðarrit - 01.01.1991, Page 145
Veiðistjóraembættið
Þorvaldur Þ. Björnsson
Störf mín á skrifstofunni voru með sama sniði
og áður. Safnað var saman upplýsingum um
árangur og kostnað af refa- og minkaveiðum
af öllu landinu. Þá var endurgreiðsla af
kostnaðinum reiknuö út og send Landbúnað-
arráðuneytinu til afgreiðslu.
Úrlausnir og upplýsingar voru veittar í
samtölum á skrifstofu, í síma, bréflega og á
fundum. Refa- og minkaveiðimönnum eru
útveguð skotvopn, skotfæri, gildrur og ýmis
annar útbúnaður, sem þessu starfi tilheyrir.
A vorin fer drjúgur tími í að skipuleggja
veiðar, sérstaklega minkaveiðar. Þá er algengt, að oddvitar hringi og óski
aðstoðar við útvegun á veiðimönnum eða að ég fari með nýliðum, sem tekið
hafa að sér fækkunarstörf fyrir sveitarfélög.
í ferðum mínum um landið, sem farnar eru til aðstoðar, leiðbeiningar og
til að kynnast veiðisvæðum, aðstoðaði ég bændur, æðarræktendur og
veiðimenn. Alls vann ég ásamt veiðimönnum og trúnaðarmönnum: 12 refi,
169 minka (þ. a. 1 svartan alimink), 253 hrafna, 6.231 svartbak, 2.912
sílamáfa og 468 aðra máfa. En það var fyrir mestu, að víða tókst að uppræta
varga, sem búnir voru að valda töluverðu tjóni.
Samanlagður fjöldi hrafna og máfa, sem mér er kunnugt um, að hafi
veiðst með svefnlyfi og skotum árið 1990, var 2.635 hrafnar og 46.306
máfar.
Ég hef haft yfirumsjón með veiðihundabúinu í Helgadal, þar seni Hreinn
Ólafsson annast 25 hunda auk hvolpa. Þaðan eru leigðir út veiðihundar og
hvolpar seldir. Með hundunr af búinu náðust rúmlega 800 minkar víða á
landinu. Ég tók þátt í rannsóknaverkefnum, sem embættinu voru falin, og
vísa ég á frekari upplýsingar í starfsskýrslu Páls Hersteinssonar, Arnórs Þ.
Sigfússonar og í Fréttabréf veiðistjóra.
Það er nú orðið árvisst, að aliminkar og refir eru unnir úti í náttúrunni,
1990 náðust um eða yfir 30 aliminkar og eitthvað af blárefum og blend-
ingum.
119