Búnaðarrit - 01.01.1991, Page 147
V eiðistj óraembættið
ArnórP. Sigfússon
Ég hóf störf hjá Veiðistjóraembættinu 1.
janúar 1990 og starfa fyrst og fremst við
rannsóknir á máfum. Rannsóknir mínar hafa
einkum beinst að áætlun á stofnstærð
sílamáfs og svartbaks og að hreyfingum þess-
ara máfa innanlands. Árið 1990 var athygl-
inni mest beint að suðvesturhorni landsins,
frá Grindavík í suðri að Akranesi í norðri, og
var reynt að finna öll máfavörp á þessu svæði,
og er ætlunin að fara eins að á Suðurlandi
vestan Mýrdals næsta ár. Þetta var gert með
því að hafa samband við heimamenn og við
fuglaáhugamenn og spyrjast fyrir um, hvort þeim væri kunnugt um vörp, og
jafnframt var leitað í gögnum frá Náttúrufræðistofnun íslands. Einnig
leitaði ég að nýjum vörpum á ferðum mínum um svæðið, og einnig var hluti
svæðisins leitaður úr lofti. Síðan var farið á þá staði, þar sem vitað var , að
máfar verptu, og stofnstærð þeirra áætluð með tvennum hætti. Annars
vegar var talið beinni talningu frá góðum útsýnisstað fjöldi líklegra varp-
fugla og hins vegar, þar sem talningu varð ekki komið við vegna aðstæðna,
voru lögð út 200 m2 snið, sem dreift var á tilviljanakenndan hátt um varpið
og fjöldi hreiðra talinn á sniðinu. Með þessu fékkst meðalþéttleiki hreiðra,
og með því að mæla stærð varpsins mátti reikna út fjölda varpfugla innan
þekktra öryggismarka. Heildarfjöldi verpandi sílamáfa á athugunarsvæð-
inu var áætlaður rúm 20.000 pör.
Til að fylgjast með hreyfingum máfa voru fuglar veiddir í net, sem skotið
var yfir þá með fallbyssum eða teygjum. Þeir voru síðan merktir með
númeruðum stálhring og með lituðum plasthringjum á fótum og gulum
fjaðralit. Engirtveirfuglar hafasömu litasamsetningu áfótunum, þannig að
hægt er að þekkja einstaka máfa með sjónauka og fylgjast með ferðum
þeirra. Einnig fór ég reglulega yfir allt svæðið og taldi máfa á völdunt
stöðum til að fylgjast með fjöldabreytingum eftir árstíma og milli staða.
Vegna hárrar tíðni salmonella í máfum í Landeyjum 1989 var einnig farið
þangað um vorið og varp áætlað, bæði úr lofti og einnig með talningu af
jörðu niðri.
10
121