Búnaðarrit - 01.01.1991, Síða 150
í töflunni koma fram ársverk, sem fé var áætlað til, og til samanburðar
eru nýtt ársverk hvert ár frá 1981.
Eins og áður fylgir hér með yfirlit yfir afleysingar hjá einstökum
búnaðarsamböndum. Þar kemur fram, að fjöldi afleysingamánaða var
859,6 eða 71,63 ársstörf.
Þess má geta, að þau voru unnin af 790 manns.
Afleysingar 1990
Mán. fjöldi Mán.pr. 100 býli 1989 Mán.pr. 100 býli 1988
Bsb. Kjalarnesþings . . . . 10,0 9,6 5,8
Bsb. Borgarfjarðar . . . . 56,0 16,3 13,8
Bsb. Snæfellinga . . . . 27,4 10,1 18,0
Bsb. Dalamanna . . . . 24,0 16,9 10,6
Bsb. Vestfjarða . . . . 53,6 20,3 15,5
Bsb. Strandamanna 9,3 18,7 13,6
Bsb. V.-Húnavatnssýslu . . . . 48,5 21,8 19,2
Bsb. A.-Húnavatnssýslu . . . . 31,1 18,4 19,5
Bsb. Skagfirðinga .... 54,5 22,0 16,6
Bsb. Eyjafjarðar . . . . 83,9 18,4 16,1
Bsb. S.-Þingeyinga .... 68,8 17,6 13,6
Bsb. N.-Þingeyinga . . . . 15,9 20,6 14,7
Bsb. Austurlands .... 100,0 19,6 18,6
Bsb. A.-Skaftfellinga . . . . 13,8 13,2 19,4
Bsb. Suðurlands .... 262,8 21,5 18,7
Samtals 859,6 mánuðir eða 71,63 ársstörf
í lögum um forfallaþjónustu var gert ráð fyrir, að u.þ.b. 16 mánuðir kæmu á
hver 100 býli. Á árinu 1990 voru 18,9 mánuðir á hver 100 býli að meðaltali.
Með breytingum á lögum um Búnaðarmálasjóð, er samþykkt voru vorið
1990, er gert ráð fyrir breytingum á lögum um forfallaþjónustu í sveitum,
nr. 32/1979. Úr gildi fellur 1. og 2. mgr. 3. gr. laganna, er fól í sér, að
Ríkissjóður leggi fram fé til að greiða föst mánaðarlaun 60 afleysinga-
manna.
í stað þessa er gert ráð fyrir, að til forfallaþjónustunnar komi fé úr
Búnaðarmálasjóði, er nemi 0,200% af tekjum Búnaðarmálasjóðs í A-flokki
og 0,400% í B-flokki. Landbúnaðarráðherra er þó heimilt að fenginni
beiðni frá Stéttarsambandi bænda að fella niður innheimtu á gjaldi til
124