Búnaðarrit - 01.01.1991, Side 156
vélin kostaði fullbúin um eina milljón króna, en Framleiðnisjóður landbún-
aðarins veitti fjögur hundruð þúsund króna styrk til vélakaupanna. Sáðvél-
in fellir fræið niður í rásir og tilbúinn áburð þar inn á milli. Með því fæst betri
nýting á áburðinum, og unnt er að nota margfalt minna magn af melfræi,
bæði vegna þessara eiginleika vélarinnar og sökum þess, hve spírun
melfræsins eykst mikið við burstun, fullhreinsun og húðun. Vélin reyndist
afar vel, er sterkbyggð og þolir töluvert hnjask.
Sáð var melfræi á Mýrdalssandi, en þar er stórt samvinnuverkefni
Landgræðslunnar og Vegagerðar ríkisins um heftingu sandfoks á hringveg-
inn á Sandinum.
Verulegt átak var gert í uppgræðslu við Vík í Mýrdal og á sandfokssvæð-
um við ósa Ölfusár báðum megin árinnar, en á þessum stöðum urðu
heilmiklir gróðurskaðar í flóðum og veðurofsa í febrúar. Gróðurlendi
meðfram suðurströndinni skemmdust víða í þeim veðraham. Megináhersl-
an í melsáningu á árinu var þó lögð á nýfriðuð sandfokssvæði í Þingeyjar-
sýslum, sérstaklega í Skútustaðahreppi.
Lúpínu var aðallega sáð hér í Gunnarsholti og í ýmis friðuð landgræðslu-
svæði sérstaklega í Þingeyjarsýslum, og var nýja sáðvélin notuð við það.
Á hverju ári er dreift nokkru magni af áburði og grasfræi með dráttarvél-
um, auk þess sem dreift er með landgræðsluflugvélum, og greint er
sérstaklega frá í starfsskýrslu Stefáns H. Sigfússonar. Mest var unnið á þann
hátt á Skógeyjarsvæðinu, á Héraðssandi, Hjaltastaðarþinghá, í Kelduhverfi
og á Haukadalsheiðinni, Árnessýslu.
Stærstu uppgræðsluverkefnin eru sem fyrr á Krakársvæðinu í Skútustaða-
hreppi, í Skógey, Hornafirði, á Reykjanesi og á Haukadalsheiðinni, en þar
var gert sérstaklega mikið á þessu ári fyrir fjármagn fr áÁtaki í landgræðslu.
Óvenju mikið viðhald var á landgræðslugirðingunum eftir snjóþungan
vetur. Reglulega þarf að fara með og lagfæra um 80 girðingar, sem eru alls
983 km að lengd. Stærð friðaðs lands innan þeirra er um 250 þús. hektarar
eða nær 2,5 % af flatarmáli alls landsins.
Margar þessara girðinga eru komnar verulega til ára sinna og eru oft á
erfiðum girðingarstæðum, viðhald er því mikil vinna og vandasöm. Nýju
rafgirðingarnar virðast vera léttari í viðhaldi en hinar hefðbundnu, þótt hins
vegar hafi komið upp erfiðleikar við að halda á þeim fullri spennu.
Nýjar girðingar voru settar upp á árinu á þessum stöðum: Á Kolatorfum í
Skútustaðahreppi var girt 3,5 km rafgirðing. Girðingin er frá bökkum
Krákár samhliða afréttargirðingu. Þarna var orðið töluvert sandfok og
uppblástur, og er svæðið um 500 hektarar að stærð.
Við þéttbýlið í Reykjahlíð, Skútustaðahreppi, var hafist handa síðla
sumars við að girða af og friða umhverfi þorpsins. Alls voru girtir 13 km af
rafgirðingu, en eftir er að girða rúmlega 2 km og ganga frá umsömdum
beitarhólfum.
130