Búnaðarrit - 01.01.1991, Side 169
jafns á við búnaðarfélögin í hreppum landsins, en þau hafa hingað til ein
myndað grasrótina að búnaðarfélagsskapnum.
Og fleiri tillögur í þessum dúr koma trúlega fram, svo að gera má ráð
fyrir, að þetta verði eitt af meginmálum þess þings, sem nú er að hefjast.
Leiðbeiningaþjónusta á landbúnaðarsviðinu er meginviðfangsefni Bún-
aðarfélags íslands, eins og kunnugt er. Á undanförnum þingum hefur hún
verið mjög mikið á dagskrá. Hún verður það í minna mæli nú, en þó mun
þingið fá í hendur viðbótarálit nefndar landbúnaðarráðuneytisins, sem
undanfarin 2-3 ár hefur unnið að tillögugerð í þessu efni og hefur áður
skilað af sér viðamiklu áliti. Hluti þeirra tillagna er nú þegar að verða að
raunveruleika á vettvangi leiðbeiningastarfsins með myndun leiðbeininga-
miðstöðva, ekki sízt á sviði bókhalds- eða búreikningamála. í anda þeirra
tillagna er líka arftaki Búreikningastofu landbúnaðarins, þ.e. Hagþjónusta
landbúnaðarins, sem tekin er til starfa og hefur samkvæmt lögum aðsetur á
Hvanneyri.
Eitt af skylduverkefnum Búnaðarþings er að fjalla um öll lagafrumvörp,
sem til umfjöllunar eru í Alþingi og snerta bændastétt og landbúnað í víðum
skilningi. Alltaf eru furðu mörg þess háttar frumvörp til laga eða þingsálykt-
anir á ferðinni í Alþingi, og nú í þetta sinn eru allmörg komin á borð
búnaðarþingsfulltrúa. Hins vegar eru hinir stóru lagabálkar landbúnaðarins
ekki á ferðinni þar nú. Jarðræktarlög og búfjárræktarlög hafa nýlega farið
þar í gegnum endurskoðun, en reglugerðir um þau eru enn í smíðum og
munu að einhverju leyti koma til kasta þessa þings. Það er sérstök ástæða
til, að Búnaðarþing hafi tækifæri til að fjalla um og hafa hönd í bagga með
útfærslu þessara grundvallarlaga, því að það er einmitt annað nreginverk-
efni Búnaðarfélags íslands að fara með franikvæmd þeirra í umboði
ríkisvaldsins.
Allt eru þetta gamalkunn sannindi fyrir marga, kannske flesta viðstadda,
en alitaf eru einhverjir meðal gesta, sem ekki eru sérstaklega innvígðir í
þessi fræði, og fá þá hér nýjan fróðleik sér til uppbyggingar.“
Þá vék forseti að breytingu í störfum og á starfsliði félagsins og stofnunum
tengdum því og greint er frá í skýrslu til Búnaðarþings að meginefni.
Því næst vék forseti að fjárhagsstöðu félagsins og sagði:
„Á undanförnum Búnaðarþingum, æðimörgum, hafa fulltrúar haft
áhyggjur nokkrar af erfiðri fjárhagsstöðu Búnaðarfélagsins, og hafa þessar
áhyggjur komið fram í setningarræðu oftar en einu sinni, og það hefur verið
minnzt á þann óskadraum Búnaðarþings og stjórnar félagsins að öðlast
fjárhagslegt sjálfstæði að því marki að geta unnið hinn félagslega þátt í
starfsemi Búnaðarfélags íslands fyrir eigin, sjálfstæðan tekjustofn. Og með
félagslega þættinum er þá átt við yfirstjórnina, þ.e. Búnaðarþing, og að
143