Búnaðarrit - 01.01.1991, Page 170
hluta til félagsstjórn og skrifstofurekstur, bókasafn, ráðningarstofu og
fleira. Hitt er svo þjónustuþátturinn, sem er unninn fyrir ríkisvaldið og
kostaður af því, eins og sjálfsagt er.
Nú hefur hins vegar rætzt úr. Hvort tveggja er, að fjárveitingar hins
opinbera til Búnaðarfélags íslands hafa verið ríflegri og raunsærri en var um
skeið, og svo voru á síðasta þingi gerðar breytingar á lögum sjóðakerfis
landbúnaðarins, sem opnar búnaðarfélagsskapnum nokkurn aðgang að því
fjármagni, sem bændur leggja fram í gegnum framleiðsluna. Hér var ekki
um að ræða stórvægilegar breytingar og ekki aukningu á þessu búvöru-
gjaldi, en skiptir þó því máli, að þegar það fer að skila sér, hefur
Búnaðarfélag Islands öðlazt nokkurt sjálfstæði, er ekki lengur svo sem
ófullveðja unglingur. Hitt er þó ekki síður fagnaðarefni, að með þessari
lagabreytingu hefur sá hluti leiðbeiningastarfsins, sem er úti í héruðum hjá
búnaðarsamböndunum, fengið nokkra leiðréttingu sinna fjárhagsmála,
sem hafa verið bágborin undanfarið, m.a. vegna stórminnkandi búskapar-
legra framkvæmda í sveitum landsins.
Það er ástæða til að þakka þeim, sem þakkir ber, þessar úrbætur í
starfsaðstöðu búnaðarfélagsskaparins, og sumir þeirra eru hér staddir, að
ég held, og mega taka þessi orð til sín, þótt nöfn séu ekki nefnd.“
Síðan vék forseti að vandamálum sauðfjárræktar og hættum af grisjun
sveitabyggða og benti á, að örlög þeirra væru einnig háð gengi eða
gengisleysi þéttbýlisstaða. Þyrftu þessar héraðsmiðstöðvar að dafna eðli-
lega.
Enn fremur sagði forseti:
„Ég hef í huga dæmi úr mínu eigin nágrenni um það, hvernig ódöngun
getur hlaupið í byggðarlag, þar sem allt land er þó vafið gróðri, eitthvert
bezta beitiland á Islandi, en fólkið farið eða á förum, og eftir standa sinutún
og gráir húskumbaldar. Það er áreiðanlega ekki þess háttar ástand, sem
neinn ærlegur íslendingur vill sjá, þegar hann ferðast um Iand sitt, né heldur
það, sem hann vill sýna útlendum gestum sínum.
Við viljum lifa í sátt við landið, eins og það er orðað nú til dags. Við
skiljum æ betur nauðsynina á að fegra sjálfa byggðina. Við skiljum æ betur
nauðsynina á að létta beit búfjár á mörgum landssvæðum og hlífa hálendinu
og lofa náttúrunni að ráða þar ríkjum. Og við erum mikið til hættir að grafa
skurði í mýrar, sem mörgum unnendum ósnortinnar náttúru er svo mikill
þyrnir í augum. Ogsatt er það, að skurðruðningar um alla sveit, jafnvel þótt
grónir séu, eru ekkert augnayndi.
Þetta má allt kalla hluta af sáttargerð við landið. En það er engin
sáttargerð við landið og þaðan af síður söguna að afhenda óræktinni og
óbeizluðum náttúruöflunum dali okkar og strendur, þar sem þjóðin hefur
144