Búnaðarrit - 01.01.1991, Blaðsíða 172
Frá setningu Búnaðarþings 1991. Við borð sjást sitja f.v. búnaðarþingsmennirnir Ágúst
Gíslason, Stefán Halldórsson, Erlingur Teitsson og Egill Bjarnason. Ifremstusœtaröðsjástsitja
f.v.: Jónas Jónsson, búnaðarmálastjóri, Steingrímur Hermannsson, forsœtisráðherra, Vigdís
Finnbogadóttir, forseti íslands, Lísa Thomsen, fulltrúi Kvenfélagasambands íslands, Guðrún
Helgadóttir, forseti Sameinaðs Alþingis, Sigríður Hafslað og Sigurveig Erlingsdóttir. - Ljósm.:
M.E., Frey.
samdrætti, sem orðið hefði í hefðbundnum búgreinum, mjólkurframleiðslu
og sauðfjárrækt, hefði áhugi manna á öðrum valkostum aukizt.
Hann sagði, að vandamál erlendis væru oft þau sömu og hér. En þar sæi
maður, að víða væri unnið eftir kenningunni: „Smátt er gott“.
Ráðherra þakkaði að lokum góða samvinnu og óskaði Búnaðarþingi
heilla í störfum.“
Forseti þingsins þakkaði ráðherra.
Loks flutti formaður Stéttarsambands bænda, Haukur Halldórsson,
ávarp, og er eftirfarandi útdráttur úr því skráður í gjörðabók Búnaðarþings.
„Ræðumaður sagði, að enn um nokkurt skeið hefði verið unnið að nýrri
stefnumörkun í búvöruframleiðslu hér á landi. Að því hefðu staðið
Stéttarsamband bænda, aðilar vinnumarkaðarins og ríkisvaldið, en undir
forystu Iandbúnaðarráðuneytisins í kjölfar febrúarsamninganna í fyrra.
Hefðbundinn landbúnaður hefði að undanförnu búið við framleiðslugetu
umfram markaði, en jafnframt gegnt því hlutverki að skapa lifandi lands-
byggð.
Ræðumaður ræddi um þær breytingar, sem líkt og víða um lönd biðu
146