Búnaðarrit - 01.01.1991, Page 173
íslenzks landbúnaðar, og þá endurskipulagningu, sem nú hefur verið gerð
tillaga um. Einnig ræddi hann um endurskoðun á félagskerfi landbúnaðar-
ins.
Að lokum árnaði hann Búnaðarþingi heilla“.
Forseti þakkaði ávarpið.
Á sama fundi voru kosnir í kjörbréfanefnd:
Ágústa Þorkelsdóttir,
Bjarni Guðráðsson,
Egill Bjarnason,
Gunnar Sæmundsson,
Jón Gíslason.
Á 2. þingfundi kl. 13:30 sama dag var lagt fram álit kjörbréfanefndar.
Voru kjörbréf fram komin frá öllum búnaðarsamböndum, og taldi nefndin,
að allir fulltrúar, aðalmenn og varamenn, væru rétt kjörnir til setu á
Búnaðarþingi til næstu fjögurra ára. Eru þeir allir nefndir hér að framan.
Þetta Búnaðarþing sátu allir aðalfulltrúar.
Á sama þingfundi fóru fram kosningar varaforseta, skrifara og fasta-
nefnda.
Varaforsetar voru kosnir:
Fyrsti varaforseti: Steinþór Gestsson.
Annar varaforseti: Magnús Sigurðsson.
Skrifarar voru kosnir:
Egill Jónsson og Einar Þorsteinsson.
Samkvæmt tillögu, sem fram kom, voru fastanefndir kjörnar þannig:
Fjárhagsnefnd, sem jafnframt er reikninganefnd:
Ágúst Gíslason, Páll Ólafsson,
Jón Guðmundsson, Sveinn Jónsson.
Jón Hólm Stefánsson,
J arðrœktarnefnd:
Bjarni Guðráðsson, Jósep Rósinkarsson,
Egill Jónsson, Páll Sigurjónsson.
Einar Þorsteinsson,
147