Búnaðarrit - 01.01.1991, Qupperneq 197
Mál nr. 3
Kjörbréf þingfulltrúa.
Eins og áður er fram komið, taldi kjörbréfanefnd, að allir fulltrúar,
aðalmenn og varamenn, væru rétt kjörnir og lagði til, að öll kjörbréf yrðu
tekin gild. Voru engar athugasemdir gerðar við álit nefndarinnar.
Mál nr. 4
Frumvarp til laga um Héradsskóga. (Lagtfyrir Alþingi á 113. löggjafarþingi
1990).
Var vísað til allsherjarnefndar, en hlaut ekki afgreiðslu.
Mál nr. 5
Tillaga til þingsályktunar um kortlagningu gróðurlendis íslands (200. mál
113. löggjafarþings 1990).
Málið afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt var með 24 sam-
hljóða atkvæðum:
Búnaðarþing lýsir eindregnum stuðningi við tillögu til þingsályktunar um
kortlagningu gróðurlendis íslands, 200. mál 113. löggjafarþings, og leggur
áherzlu á, að hún verði samþykkt á Alþingi því, er nú situr.
Þingið telur mjög brýnt, að Landmælingar íslands fái nauðsynlega
fjárveitingu til þess að festa kaup á gervitunglamyndum á tölvuböndum og
pappír af öllu landinu, tölvubúnaði og hugbúnaði til myndvinnslu, svo og til
að gera nákvæma túlkun á flokkun gróðurs með aðstoð tölvu, kortateiknun
og prentun.
Þingið leggur til, að Framleiðnisjóður landbúnaðarins og Landgræðsla
ríkisins leggi fram allt að helmingi þeirrar fjárhæðar, sem með þarf, til þess
að fjármagna leið 1, sem tilgreind er á fskj. II með nefndri þingsályktunartil-
lögu.
Búnaðarþing bendir á, að þau gögn, tækni, hugbúnaður og úrvinnsla,
sem áðurnefnd ieið 1 gerir ráð fyrir, er grunnvinna, sem nýtist mörgum
stofnunum og sérfræðingum, sem nýtt geta gervitunglamyndir.
Mál nr. 6
Frumvarp til laga um breytingu á jarðalögum nr. 6511976, sbr. lög nr. 7H
1978, 37H 982, 9011984 og 108/1988- (163. mál 113. löggjafarþings 1990).
Málið afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt var með 22 sam-
hljóða atkvæðum:
Búnaðarþing leggur til, að frumvarpið verði ekki að lögum.
171