Búnaðarrit - 01.01.1991, Page 201
sett sér samþykkt eftir staðlaöri fyrirmynd á sama hátt og búnaðarsam-
bönd.
3. í 7. gr. komi skýrt fram, að framlög til búfjárræktar eru bundin því
skilyrði, að skilað liafi verið til Búnaðarfélags íslands skýrslu um
ræktunarstarf, sem fullnægir skilyrðum, sem búfjárræktarnefnd hefur
sett. í sömu grein breytist 25% í 10%.
4. 8. gr. verði endursamin á þá leið, að þar verði tekið fram:
að Búnaðarfélagi íslands er skylt að gefa búfjáreigendum reglulega
kost á dómum á kynbótagripum og eigi sjaldnar en fjórða hvert ár;
að um er að ræða dóma á einstaklingum, afkvæmahópum og/eða
afurðamat eftir því, sem við getur átt;
að ráðunautar gegna dóms- og matsstörfum. Ráðunautar Búnaðar-
félags fslands í hverri grein dæma einir eða í fjölskipuðum dómi eftir
því, sem búfjárræktarnefndir ákveða fyrir hvert dómstig (sveitarsýn-
ing, héraðssýning, landssýning), og gegna formennsku í dómnefnd-
um;
að dómsýningar geta verið fyrir einstök búnaðar- eða búfjárræktar-
félög, búnaðar- eða búfjárræktarsambönd eða ræktunarstöðvar eftir
því, sem við á í hverri búgrein;
að samböndum er rétt að efna oftar til dómsýninga í einstökum
búgreinum og árlega, ef henta þykir, fyrir héruð eða hreppa. Skulu
ráðunautar Búnaðarfélags íslands, eftir því'sem við verður komið,
dæma á slíkum héraðssýningum á sama hátt og skyldusýningum, en
héraðsráðunautar á sveitarsýningum;
að Búnaðarfélag íslands ber kostnað af launum og ferðum ráðu-
nauta (eigin ráðunauta og annarra, er það skipar í dóma) vegna
sýningahalds og dómstarfa, en sambönd eða félög, er dóma njóta,
annan kostnað af dómsýningunni. Ergjaldtaka af sýnendum búfjár
heimil til að standa undir kostnaði, skv. staðfestri gjaldskrá;
að allar dómsýningar lúta reglum búfjárræktarnefnda;
að sláturleyfishafar láta í té aðstöðu til mælinga og athugana á föllum
sláturgripa.
5. 9. gr. feliísérreglugerðumstofnverndarsjóðskv. 15. gr. laganna. Hún
byggist auk laganna á gildandi reglugerð um stofnverndarsjóð íslenzka
hestakynsins, þar með talið sömu gjaldprósentu (20%) af útflutningi á
karldýrum, en gjald af kvendýrum fari eftir árlegri ákvörðun sjóðs-
stjórnar, þó ekki hærra en 10% og ekki lægra en 5%. Tekið skal fram
um lágmarksverð til gjaldtöku og hámarksverð gagnvart styrk eða láni
úr sjóðnum.
6. 10. gr. verði reglur um starfsemi erfðanefndar búfjár sbr. 16. gr.
laganna, og að fengnum tillögum, eins og þar er mælt fyrir.
175