Búnaðarrit - 01.01.1991, Page 204
Mál nr. 14
Erindi Páls Sigurjónssonar um böðun sauðfjár.
Var vísað til búfjárræktarnefndar 18. febrúar, sem skilaði því án ályktunar
23. s.m.
Mál nr. 15
Erindi Páls Sigurjónssonar um skotveiði á afréttum.
Málið afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt var með 20 sam-
hljóða atkvæðum:
Búnaðarþing ieggur mikla áherzlu á, að viðurkenndur sé ótvíræður
eigna- og afnotaréttur sveitarfélaga, upprekstrarfélaga og/eða einstaklinga
á því landi, sem þinglýst afsöl eða kaupsamningar eru fyrir hendi.
Þingið telur þá aðila, sem slíka eignarheimild hafa, í fullum rétti með að
ráðstafa þeim gögnum og gæðum, sem þessi lönd búa yfir, þar með talin
fluglaveiði með skotvopnum.
Jafnframt telur Búnaðarþing, að mjög óráðlegt sé að hafa skotveiði á
öðrum afréttum skipulagslausa og heimila hverjum, sem er, án alls eftirlits.
Þingið lýsir þeirri eindregnu skoðun sinni, að viðurkenna beri eignarrétt
sveitar- og/eða upprekstrarfélaga á þeim afréttum, sem skráðar eignar-
heimildir ná ekki til og þessir aðilar hafa nýtt.
Búnaðarþing beinir því til stjórnskipaðrar nefndar, sem nú vinnur að
gerð tillagna eða samningu frumvarps um eigna- og umráðarétt á afréttum
og öðru hálendi landsins, að skýrt verði kveðið á um eignarrétt sveitar- eða
upprekstraifélaga á þeim afréttum, sem hér um ræðir, þar með talinn allur
afnotaréttur.
Mál nr. 16
Erindi Búnaðarsambands Austur-Húnavatnssýslu um að mótmæla innflutn-
ingi á landbúnaðarvöru, sem hœgt er að framleiða hérlendis.
Afgreitt með máli nr. 24.
Mál nr. 17
Erindi Búnaðarsambands Austur-Húnavatnssýslu um misræmi í álagningu
virðisaukaskatts á heimanotaðar búsafurðir miðað við almenna neyzlu.
Var vísað til fjárhagsnefndar, en hlaut ekki afgreiðslu.
178