Búnaðarrit - 01.01.1991, Page 210
Mál nr. 24, 16 og 18
Afangaskýrsla sjömannanefndar um framleiðslu sauðfjárafurða, Erindi
Búnaðarsambands Austur-Húnavatnssýslu um að mótmæla innflutningi á
landbúnaðarvöru, sem hœgt er að framleiða hérlendis og Erindi Búnaðar-
sambands Austur-Húnavatnssýslu um sölu framleiðsluréttar.
Málin afgreidd með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt var með 24
samhljóða atkvæðum:
1. Aðlögun fullvirðisréttar.
a. liður í stað „3.500 tonn“, komi 3.000 tonn og í stað „700 tonn“ komi
200 tonn.
Síðan komi:
Ekki komi til flatrar skerðingar á fullvirðisrétti fyrr en á verðlags-
árinu 1. sept. 1993 til 31. ágúst 1994. Bændum verði tilkynnt um
framleiðslurétt sinn fyrir 15. sept. 1992.
3. Greiðsla afurðaverðs.
1. málsg. í stað „8.500 tonn“ komi 9.000 tonn.
4. Félagslegar aðgerðir.
a) Við þennan lið bætist: og tryggja sölu jarðeigna þeirra, sé þess
óskað (sjá lið 5).
7. Framleiðnisjóður.
Út falli orðið „ný“
Mál nr. 25
Erindi Egils Bjarnasonar og Gunnars Sæmundssonar um flutning ýmiss
konar þjónustustarfa frá höfuðborgarsvæðinu út á landsbyggðina.
Málið afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt var með 23 sam-
hljóða atkvæðum:
Búnaðarþing telur brýnt, að allra tiltækra ráða verði leitað til þess að
flytja þjónustustörf frá höfuðborgarsvæðinu út á landsbyggðina.
Möguleikar á slíkum flutningi hafa stóraukizt á síðari árum með tilkomu
örrar þróunar á sviði fjarskipta og tölvunotkunar.
Ástæða er til þess að taka til rækilegrar athugunar, hvaða möguleikar eru
á því, að starfsemi landbúnaðarstofnana á höfuðborgarsvæðinu flytjist að
einhverju eða öllu ieyti út á Iand.
Niðurstöður þeirrar athugunar geta ráðið miklu um það, hver staða
landbúnaðarins verður, almennt séð, til þess að vinna að slíkri þróun
gagnvart öðrum stofnunum.
Afstaða forsvarsmanna einstakra stofnana til þessa máls getur ráðið
miklu um, hver þróunin kann að verða í þessu efni.
184