Búnaðarrit - 01.01.1991, Síða 213
579 frá 24. nóv. 1989 um búfjármörk, markaskrár og takmörkun á
sammerkingum búfjár:
5. gr.
1. í fyrstu málsgr. 5.1. bætist: Og telstþá fyrst komið ímarkaskrá. Verður
þá viðkomandi setning svohljóðandi: Þegar frostmerking hefur farið
fram með viðurkenndu kerfi, skal það skráð í gagnabanka félagsins og
telst þá fyrst komið í markaskrá.
2. Eftirfarandi upphaf 2. málsgr. 5.1.1. verði fellt niður: „Hross, sem
frostmerkt eru samkvæmt kerfi þessu, skal frostmerkja á háls“.
3. Eftirfarandi niðurlag 5.1.2. verði fellt niður: „Hross, sem frostmerkt
eru samkv. þessu kerfi, skal frostmerkja á bak“.
GREINARGERÐ:
Nú er á vegum Búnaðarfélags íslands unnið að því að koma á víðtæku
skýrsluhaldi í hrossaræktinni. Það dregur hins vegar mjög úr öryggi
skýrsluhaldsins, ef hrossin eru ekki merkt með einstaklingsmerkjum. Því
ber nauðsyn til, að samhliða skýrslufærslunni sé gert átak í að frostmerkja
hross hjá sem flestum, sem eru í ræktuninni.
Hins vegar dregur það úr áhuga sumra hrossaeigenda fyrir frostmerk-
ingu, að merkjakerfið, sem fyrst var tekið upp, hefur reynzt sumum
torskilið, svo og það ákvæði, að bókstafa- og talnakerfið, sem síðar var
tekið upp, skuli aðeins sett á bak.
í þeirri von, að þessi breyting reglugerðar geti aukið notkun frostmerk-
ingar, er þetta lagt til.
Mál nr. 28
Erindi Jóseps Rósinkarssonar um sprautun til varnar kláða í sauðfé ásamt
ályktun búfjárrœktarnefndar um lœkkun lyfja og dýralæknakostnað.
Málið afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt var með 18 sam-
hljóða atkvæðum:
Búnaðarþing minnir á, að vaxandi kröfur eru hafðar uppi um, að
búvöruverði sé haldið niðri.
Meðal verulegra útgjalda við búskap er dýralækna- og dýralyfjakostnað-
ur. Búnaðarþing skorar á Iandbúnaðarráðuneytið að beita sér fyrir ýtarlegri
könnun á því, hvort og hvernig mætti lækka þennan lið.
Jafnframt er því beint til búnaðarsambandanna að vera á verði um það,
hvort hægt er að styrkja dýralæknaþjónustuna með því, að dýralæknar í
stöðum, sem ekki eru mjög vinnufrekar, taki að sér hlutastörf eða
afleysingar við sæðingar, þar sem þaö kynni að henta báðum aðilum.
187