Búnaðarrit - 01.01.1991, Page 214
GREINARGERÐ:
Varla þarf að rekja það fyrir neinum, hve nauðsynlegt það er fyrir
bændur, ekki sízt nú, að unnt sé að halda búvöruverði sem lægstu og leita
hvarvetna ýtrustu hagkvæmni við framleiðsluna. Þetta er einnig hagur
stjórnvalda og því eðlilegt, að hugað sé að þeim kostnaðarþáttum, sem þau
kunna að einhverju leyti að hafa í hendi sinni. Meðal þeirra má telja kostnað
við dýralyf og dýralækningar.
Minna má á, að ekki er mjög langt síðan verð ýmissa hjarðlyfja, sem
bændum eru nauðsynleg, svo sem bóluefna og ormalyfja, hækkaði verulega
vegna breyttra verzlunarhátta. Var það gert að kröfu lyfjabúða og dýra-
lækna, sem njóta af þeim álagningar, svo að tekið var fyrir, að þau væru seld
bændum í heildsölu, t.d. frá Keldum.
Þá má nefna, að það hefur vakið óánægju bænda, eins og ráða má af
erindi Jóseps Rósinkarssonar, að dýralæknar hafa í sumum héruðum gert
að skilyrði fyrir afhendingu lyfja, að þeir hefðu sjálfir meðferð þeirra með
höndum. Vefengja bændur nauðsyn þessa, fyrst þess telst ekki þörf alls
staðar, en að þessu er verulegur kostnaðarauki. Benda má og á verk eins og
fangskoðun á kúm, sem er handverk, sem þjálfun þarf til að vinna, og væri í
sjálfu sér varla hægt að bannaþeim, sem það kann, en hentaði mjög vel, að
frjótæknar ynnu, og ekki sízt vegna þess, að þá yrði það fremur unnið.
Menn veigra sér við að kalla á dýralækni með ærnum kostnaði til þess, en
frjótæknar eiga hvort eð er leið í fjósin.
Því er borið við, að sum dýralæknishéruð séu svo tekjurýr, að dýralækn-
um sé nauðsyn að hafa tekjur af þessum aukaverkum, þó að ekki þurfi þess
allir. Það er þó vafamál, að rétt sé að láta bændur í sumum héruðum greiða
staðaruppbót af því tagi. Hins vegar er sjálfsagt, að á svæðum, þar sem
dýralæknar hafa varla nóg að starfa, hugi menn sérstaklega að því að styrkja
aðstöðuna með því að beina til þeirra verkefnum, sem falla vel að
starfsmenntun þeirra, og er þar fyrst að nefna sæðingar, en fleira kann að
mega telja.
Mál nr. 29
Erindi stjórnar Búnaðarfélags íslands um bætta umgengni í sveitum.
Málið afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt var með 24 sam-
hljóða atkvæðum:
Víða í sveitum er unnið að lausn sorphirðingarmála, jafnt hvað varðar
heimilissorp og járnaúrgang. Það og margt annað, svo sem átakið hreinir
hreppar, hreinsunardagar félagasamtaka og sveitarfélaga, verðlaun og
viðurkenningar vegna góðrar umgengni, lýtur allt að fegrun lands og
umhverfis.
Búnaðarþing telur brýnt að halda þessu starfi áfram og bendir á
eftirfarandi leiðir:
188