Búnaðarrit - 01.01.1991, Blaðsíða 217
Lögð er rík áherzla á, að leiðbeiningaþjónustan taki mið af aðstæðum og
markmiðum, sem ríkja á hverjum tíma í framleiðslu- og markaðsmálum
landbúnaðarins.
Búnaðarþing áréttar sérstaklega, að Búnaðarfélag íslands eigi að hafa
forystu þessara mála á sinni hendi og móta þá stefnu, sem fylgja ber. Því er
lögð áherzla á, að starfsemi Búnaðarfélags íslands hafi traustan fjárhag, svo
að það geti, hér eftir sem hingað til, rækt skyldur sínar gagnvart bændum og
gegnt forystuhlutverki sínu í faglegum málefnum landbúnaðarins.
Búnaðarsamböndin annist hin faglegu samskipti og þjónustustörf við
bændur landsins. Búnaðarfélag íslands sé málsvari og samstarfsvettvangur
búnaðarsambanda.
Búnaðarþing leggur áherzlu á eftirfarandi:
1. Virt verði það samkomulag, sem náðst hefur við stjórnvöld um umfang
starfsemi Búnaðarfélags fslands og fjárframlag ríkisins til leiðbeininga-
þjónustu á þess vegum.
Byggist það samkomulag á því, að ráðunautar Búnaðarfélags íslands
hafi faglega forystu í öllum greinum landbúnaðar með góðum tengslum
við rannsóknir og kennslu í landbúnaði og forystu í fagráðum búgreina.
Nemur fjárþörf Búnaðarfélags íslands samkvæmt því samkomulagi (sjá
fskj. meðályktun Bþ. 1990) kostnaði við alls 31,2 stöðugildi aukannars
kostnaðar, sem af faglegri starfsemi leiðir.
2. Búnaðarsamböndin njóti framlags til starfa héraðsráðunauta og ferða-
kostnaðar þeirra, sem nemur 65% kostnaðar eins og verið hefur.
Héraðsráðunautar sinni starfi sínu meðal bænda með heimsóknum og
persónulegum viðtölum urn hvað eina, sem lýtur að bættum hag
bóndans og fegurra umhverfi og umgengni á búinu.
Búnaðarsamböndin eru starfsvettvangur héraðsráðunauta, miðstöð og
forystuafl félaga bænda í héraði. Með breytingum á búnaðarmálasjóðs-
gjaldi hefur fjárhagsgrundvöllur þeirra verið treystur.
3. Búnaðarfélag Islands hafi forgöngu um samvinnu búnaðarsamband-
anna um sérhæfð leiðbeininga- og rannsóknaverkefni og samstarf
þeirra við aðrar stofnanir um framfarastefnu.
Nefna má bændaskólana, tilraunastöðvar Iandbúnaðarins, Skógrækt
ríkisins, Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Veiðimálastofnun, dýra-
lækna, byggingarfulltrúa, iðnráðgjafa og e.t.v. fleiri sem nauðsynlega
samstarfsaðila.
4. Eðlilegt er, að greiðsla komi fyrir ýmis sérunnin verkefni fyrir bændur,
t.d. bókhaldsvinnu, búfjársæðingar, sýnatöku o.fl. Eðlilegt er, að
Búnaðarfélag íslands leitist við að samræma gjaldtöku búnaðarsam-
banda fyrir hin ýmsu verkefni.
Hins vegar njóti bændur almennra leiðbeininga við búrekstur og
191