Búnaðarrit - 01.01.1991, Page 219
Mál nr. 35
Erindi Einars Þorsteinssonar um innlenda byggrækt.
Málið afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt var með 24 sam-
hljóða atkvæðum:
Búnaðarþing ályktar að efla beri kornrækt hjá bændum í þeim héruðum,
sem hafa góð skilyrði til þeirrar ræktunar.
Þingið skorar á landbúnaðarráðherra að beita sér fyrir því, að kornræktin
þróist sem fastur liður í ræktunarbúskap bænda og henni verði búin
rekstrarskilyrði til þess.
GREINARGERÐ:
í ljósi langrar reynslu af kornrækt á Sámsstöðum í Fljótshlíð og Þorvalds-
eyri undir Eyjafjöllum hafa bændur á Suðurlandi í vaxandi mæli farið að
rækta korn á búum sínum. Margt bendir til þess, að með vaxandi reynslu og
öruggari kornafbrigðum takist að auka uppskeru verulega. Full ástæða er til
þess að varðveita þá þekkingu og fjárfestingu, sem í búgreininni liggur. A
undanförnum árum hefur þátttaka bænda í kornrækt vaxið. Árið 1985
ræktuðu 46 bændur samtals 221 ha byggakra, en 1990 ræktuðu yfir 80
bændur a.m.k. 337 ha. Uppskera af þessum ökrum hefur oftast verið á
bilinu 15-25 tunnur af ha, en einstaka menn hafa náð betri árangri.
Heildaruppskera hefur verið 300-500 tonn á ári.
Stuðningur við innlenda kornrækt hjá bændum ásamt rannsóknum á
verkun og geymsluþoli við íslenzkar aðstæður er nauðsynlegur grunnur að
eðlilegum framförum í þessari búgrein.
Fórn þekkingarinnar á altari óvissunnar er vísasti vegurinn til afturhvarfs
í tíma og rúmi.
Mál nr. 36
Erindi Einars Þorsteinssonar um innlenda fóðurframleiðslu.
Málið afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt var með 24 sam-
hljóða atkvæðum:
Búnaðarþing áréttar fyrri ályktanir um stuðning við innlenda fóðurfram-
leiðslu. Jafnframt skorar þingið á landbúnaðarráðherra að beita sér fyrir
því, að íslenzk fóðurframleiðsla verði ekki brotin niður í samkeppni við
innflutt fóður, sem er niðurgreitt í heimalandi.
Þingið bendir á, að með lækkun á kjarnfóðurgjaldi hefur samkeppnisað-
staða grasköggla versnað og framleiðslu þeirra því stefnt í tvísýnu.
Þingið skorar sérstaklega á landbúnaðarráðherra að beita sér fyrir því, að
ríkissjóður bæti stöðu Áburðarverksmiðju ríkisins, til þess að áburðarverð
lækki.
193