Búnaðarrit - 01.01.1991, Qupperneq 223
lögunum frá 1987, en framkvæmdaheimildin lækkuð um nálega helm-
ing.
Búnaðarþing lýsir yfir, að ekki komi til mála að hvika frá ákvæðum
jarðræktarlaga, sem byggjast á framangreindu samkomulagi, og felur stjórn
Búnaðarfélags íslands að fylgja því eftir við landbúnaðarráðherra, enda er
það í samræmi við álit stjórnarinnar, sem fram kemur í bréfi til landbúnað-
arráðherra dags. 28. nóvember 1990.
GREINARGERÐ:
Á síðari árum hefur verið mikið á það sótt af hendi stjórnvalda, að
breytingar yrðu gerðar á jarðræktarlögum, er tækju mið af breyttum
aðstæðum í landbúnaði og sparnaði í útgjöldum til jarðræktarframkvæmda.
í lánsfjárlögum 1988 var í fyrsta sinn sett ákvæði um, að greiðslur vegna
jarðræktarlaga væru bundnar framlagi á fjárlögum til þeirra mála. Hliðstætt
ákvæði var einnig í lánsfjárlögum fyrir árið 1989.
Af þessu leiddi, að ekki reyndist unnt að greiða bændum að fullu framlög
vegna ræktunarframkvæmda, og jókst sá vandi eftir því, sem tíminn leið.
Fyrirlá, að forsenda þess, að bændurfengju lögboðnargreiðslur, væri, að
jarðræktarlögum yrði breytt á grundvelli þess, sem að framan er greint.
Eftir lagabreytinguna 1989 var á það treyst, að þessar hindranir væru úr
vegi.
Það veldur hins vegar vonbrigðum, að ekki hefur við framkvæmd þessara
mála eftir lagabreytinguna verið farið að lögum, enda er ágreiningur uppi
um framkvæmdina milli landbúnaðarráðuneytis og Búnaðarfélags íslands.
Á 14. þingfundi, laugardaginn 2. marz kl. 13:30, fóru fram eftirfarandi
kosningar:
1. Kosning fimm manna í aðalstjórn Búnaðarfélags íslands til fjögurra ára.
Kosningu hlutu:
Magnús Sigurðsson, bóndi, Gilsbakka, með 24 atkvæðum.
Gunnar (Tómas Gunnar) Sæmundsson, bóndi, Hrútatungu, með 24
atkvæðum.
Jón Helgason, bóndi og alþingismaður, Seglbúðum, með 23 atkvæð-
um.
Hermann Sigurjónsson, bóndi, Raftholti, með 19 atkvæðum.
Egill Jónsson, bóndi og alþingismaður, Seljavöllum, með 16 atkvæð-
um.
197