Búnaðarrit - 01.01.1991, Side 224
2. Kosning fimm manna í varastjórn Búnaðarfélags Islands tilfjögurra ára.
Kosningu hlutu:
Ágúst Gíslason, bóndi, ísafirði, með 25 atkvæðum.
Jón Hólm Stefánsson, bóndi, Gljúfri, með 23 atkvæðum.
Egill Bjarnason, ráðunautur, Sauðárkróki, með 20 atkvæðum.
Sigurður Þórólfsson, bóndi, Innri-Fagradal, með 20 atkvæðum.
Ágústa Þorkelsdóttir, bóndi, Refsstað I, með 18 atkvæðum.
3. Kosning eins endurskoðanda reikninga Búnaðarfélags íslands tilfjögurra
ára og annars til vara.
Kosningu hlutu:
Aðalmaður: Sigurður J. Líndal, bóndi, Lækjamóti.
Varamaður: Bjarni Guðráðsson, bóndi, Nesi.
4. Kosning tveggja aðalmanna og tveggja varamanna í stjórn Bœndahallar-
innar til tveggja árafrá 1. janúar 1992.
Kosningu hlutu:
Aðaimenn: Hjalti Gestsson, ráðunautur, Selfossi.
Ólafur E. Stefánsson, ráðunautur, Tjörn.
Varamenn: Jónas Jónsson, búnaðarmálastjóri, Kópavogi.
Guttormur V. Þormar, bóndi, Geitagerði.
Búnaðarþingi var nú að ljúka. Höfðu allir fundir þess eftir þingsetningu
verið haldnir í Búnaðarþingssalnum á 2. hæð Bændahallar. Færði þing-
heimur sig nú um set yfir í næsta sal, Súlnasal, þar sem þingslit fóru fram kl.
16:00 að viðstöddum hópi gesta. Hafði þingið staðið í 13 daga. Með þeim er
talinn „sunnudagurinn 24. febrúar, en þá fóru þingfulltrúar austur í
Gunnarsholt á Rangárvöllum í heimsókn til höfuðstöðva Landgræðslu
ríkisins og Stóðhestastöðvar ríkisins, þar sem annars vegar var skoðuð hin
nýja fræhreinsistöð, hins vegar fokhelt hesthús fyrir stóðhesta. Var á báðum
stöðvum hlýtt á stórfróðleg erindi um þessar gagnmerku stofnanir“, eins og
forseti komst að orði í þingslitaræðu sinni.
Lögð höfðu verið 43 mál fyrir þingið, og voru 39 þeirra afgreidd með 37
þingsályktunum.
Forseti gat þess, að meðal viðfangsefna Búnaðarþings hefði verið álit
milliþinganefndar, sem skipuð hafði verið á fyrra ári af Búnaðarfélagi
íslands og Stéttarsambandi bænda til að endurskoða félagskerfi landbúnað-
arins. Kvað hann þingið hafa í stórum dráttum tekið undir tillögur
nefndarinnar, sem ganga út á að tengja betur saman þessar tvær stofnanir,
Búnaðarfélagið og Stéttarsambandið. Þá skýrði forseti gestum frá því, að
þingið hefði samkvæmt tillögu milliþinganefndarinnar samþykkt tvær
198