Búnaðarrit - 01.01.1991, Side 228
heimildum. Með slíkum flutningum gæti riðan vel hafa borist. Það var fyrst
árið 1882 sem bannað var með lögum að flytja útlent kvikfé til landsins.
Jón Jónsson bóndi á Veðramóti og víðar í Skagafirði, oft kenndur við
Hjaltastaði í Blönduhlíð, var mikill áhugamaður um búfjárrækt. Hann flutti
árið 1878 inn hrút frá Lálandi í Danmörku. Hrútur þessi var talinn vera af
Oxford-Down kyni. Kindur út af þessum hrút dreifðust víða um Skagafjarð-
ar- og Húnavatnssýslur. Ýmsir hafa viljað tengja upphaf riðuveiki hér á
landi við þennan innflutning. Það er hins vegar óvíst og benda má á að
Hallgrímur Þorbergsson ráðunautur ferðaðist veturinn 1906-1907 um
Skagafjarðar-og Húnavatnssýslur ogskoðaði fé á mörgum bæjum. í skýrslu
sem birt var í Búnaðarriti 1907 er sérstaklega getið um mókolótt fé út af
þessum Oxford-Down hrút. Ekki getur Hallgrímur um að riða hafi fylgt
þessu fé, sem hann telur að hafi reynst illa nema fyrstu ættliðirnir og sé ekki
viðhaldshæft. Nokkrum árum síðar 1912 er Sigurði Einarssyni Hlíðar
dýralækni á Akureyri falið af stjórnvöldum að kanna riðuveiki í sauðfé í
Skagafirði. Telur Sigurður að veikin hafi þá verið þekkt á takmörkuðu
svæði um 30 ára skeið, mest í Akrahreppi en einnig orðið vart á tveim
bæjum vestan Vatna, en ekki leiðir Sigurður getum að upphafi veikinnar.
Þegar Sigurður ritar bók sína Sauðfjársjúkdómar árin 1934-1936 greinir
hann frá því að veikin hafi breiðst út um Skagafjörð og síðan þaðan vestur í
Húnavatnssýslur (Vatnsdal og Laxárdal) og austur í Eyjafjarðarsýslu,
Öxnadal, Svarfaðardal, Upsaströnd og Arskógsströnd, þar sem hún olli
geysitjóni á sumum bæjum.
Um það bil sem hömlur eru settar á fjársamgöngur vegna mæðiveikivarna
1935-1937 virðist riðuveikin hafa náð allnokkurri útbreiðslu um Skaga-
fjarðar-, Húnavatns- og Eyjafjarðarsýslur. Hinsvegareru engar áreiðanleg-
ar heimildir um að veikin hafi náð að breiðast suður í Arnessýslu eða vestur
í Borgarfjarðarsýslu þó að samgangur fjár úr þessum sýslum við fé norðan
heiða hafi verið töluvert mikill allt til þess tíma að varnargirðingar voru
settar upp á fjórða áratugnum.
1934-1939 safnaði Niels Dungal ýmsum upplýsingum um riðuveiki og
naut aðstoðar Ágústs bónda Jónssonar á Hofi í Vatnsdal, en Ágúst þekkti
vel sjúkdóminn úr eigin fjárbúi, og hafði mátt þola stórfellt tjón af völdum
riðuveiki. Niels Dungal bar saman vefjabreytingar sem fundust í heila
riðukinda og heila kinda í Skotlandi sem farist höfðu úr sjúkdóminum
scrapie. Komst hann að þeirri niðurstöðu að hrörnunarbreytingar sem
fundust í báðum þessum sjúkdómum væru mjög áþekkar. Þegar hann bar
þetta undir rannsóknarmenn í Edinborg sem lengi höfðu unnið við rann-
sóknir á scrapie voru þeir sömu skoðunar. Styrkti þetta þá skoðun að
scrapie og riða væru sjúkdómar af svipuðum eða sama toga, þó að sjúkleg
einkenni þeirra væru oft á tíðum nokkuð ólík, þar sem viðþolslaus kláði sást
nær aldrei hjá riðukindum, en það var mest áberandi einkenni scrapie.
202