Búnaðarrit - 01.01.1991, Page 231
riðukinda heldur álitið, eftir öllum aðstæðum, að riðusmitiö hefði leynst á
einhvern hátt frá því gamla stofninum var fargað og síðan borist beint í hinn
nýja fjárstofn, ntiðað við hve langur meðgöngutími veikinnar er. Þegar frá
leið fjárskiptum fór að verða örðugt vegna fjársamgangna og verslunar með
kindur innan fjárskiptahólfanna að gera sér grein fyrir því hvort smit hefði
leynst með einhverjum hætti á bænum frá því fyrir fjárskipti, en komið mjög
seint fram í nýja stofninum. í þessu sambandi má geta þess að nýlega hefur
verið sýnt fram á með tilraunum að riðusmit getur leynst í jarðvegi í þrjú ár
að minnsta kosti.
í tveimur tilvikum eru miklar líkur á því að riðuveiki hafi fluttst ntilli
fjárskiptahólfa með lömbum frá riðubæjum þar sem veikin kom upp
fljótlega eftir fjárskiptin.
Lömb voru flutt frá búi í Hrafnagilshreppi til Skagafjarðar 1949. Á
þessum bæ kom upp riðuveiki skömmu eftir að lömbin voru látin af hendi og
var féð sem var fátt skorið niður. Hinsvegar hafðist ekki upp á öllum þeirn
lömbum sem flutt höfðu veriðfrá bænum til Skagafjarðar áðuren riðan kom
í Ijós, til að farga þeim vegna þess að þau höfðu öll verið mörkuð upp. Vitað
var þó á hvaða bæi þessi lömb fóru. Þrem til fjórum árum síðar kom
riðuveiki upp á þeim tveimur bæjum sem fengið höfðu þessi lömb sem ekki
náðist til vegna uppmörkunar.
Haustið 1951 voru lömb flutt úr Vatnsdal að Fornahvammi í Noröurár-
dal, og voru sum lambanna frá bæjum þar sem riðuveiki kom síðar upp.
Þegar riða koni upp í Fornahvammi var talið sennilegt að þessi lömb hafi
borið hana, og verið búin að taka smit áður en þau voru flutt að
Fornahvammi. Veikin gerði mikinn usla í Fornahvammi og var að lokum
gripið til niðurskurðar. Ekki er vitað til að veikin kæmi þar upp aftur þó að
fjárbúskap væri haldið þar áfram um alllangt skeið. Meðan á hinum
skipulögðu fjárskiptum stóð (1944-1953) voru fjárskiptalömb fyrsl og
fremst sótt til Vestfjarða. Ekki var vitað til þess að þar heföi orðið vart við
riðuveiki. Rétt í þann mund sem fjárskiptum var að Ijúka 1953 eða 1954
varð riðuveiki vart á tveimur bæjum á Barðaströnd. Enginn vissi á hvern
hátt veikin hefði getað borist á þessa bæi þar scm engir fjárflutningar til
Vestfjarða höfðu átt sér stað síðan 1937 þegar varnargirðing var sett upp
milli Gilsfjarðar og Bitrufjarðar. Veikin lýsti sér á svipaðan hátt og þekkt
var Norðanlands með hræðslu, sífelldum titringi, óstyrkum og álappalegum
gangi. Kláða varö hinsvegar lítið vart í þessum kindum. Veikin breiddist út
á Barðaströnd og var tjón af hennar völdum svo mikið að gripið var til
niðurskurðar á tveim bæjum sem harðast urðu úti og lömb keypt frá bæjum
þar sem ekki hafði orðið vart við riðuveiki. Eftir um það bil tvö ár fór aftur
að bera á riðu á þessum bæjum í aðkeypta fénu. Veikin héll áfram að
breiðast út á Barðaströnd en fór hægt og barst þaðan til Patreksfjarðar og
sennilega til Isafjarðardjúps og að lokum til Arnarfjarðar. Öllu fé á þessum
bæjum var síðan fargað.
205