Búnaðarrit - 01.01.1991, Page 236
þessum líffærum, en þar virðist það þó aðfinna íflestum tilvikum, þar til yfir
lýkur. Nokkrum mánuðum eftir sýkingu berst smitefnið til mænu og síðan
til heilans. I heilanum virðist smitefnið setjast að í taugafrumum og veldur
smám saman breytingum í fryminu, sem koma fram í vefjasneiðum sem
hringlaga tómarúm (vakólur), sem einnig er oft að finna í vefnum utan
taugafrumanna. Vefurinn verður svampkenndur að sjá, þess vegna enska
nafngiftin „spongiform encephalopathy". Jafnframt koma fram hrörnunar-
breytingar í kjarna taugafrumunnar og að lokum deyr fruman. Þessi
frumuhrörnun er talin rót sjúkdómseinkenna við riðu. Oft er fjölgun
stoðfruma (astrocytosis) áberandi. Eiginlegar bólgubreytingar sjást hins-
vegar ekki. Tilraunir á músum hafa leitt í ljós að greina má milli mismun-
andi stofna af smitefni að því er varðar meðgöngutíma eftir smit, staðsetn-
ingu vefjabreytinga í heilanum og sjúklegra einkenna músanna. Greindir
hafa verið um 20 mismunandi stofnar á þennan hátt. Þess er rétt að geta að
ekki er hægt að flytja scrapie smit úr kind í mýs í öllum tilvikum.
Aður er þess getið að það hefur verið áberandi að riðuveiki (scrapie),
leggst á sérstaka fjárstofna eða fjárkyn, meðan aðrar ættir sleppa að mestu,
enda hefur riða öðrum þræði verið talinn erfðasjúkdómur og er jafnvel enn.
Þó munu nú allir, sem sinnt hafa rannsóknum á riðuveiki (scrapie) þeirrar
skoðunar að smitefni sé frumorsök sjúkdómsins. Smitefnið í sjúkurn
kindum er fyrst og fremst að finna í miðtaugakerfi, milti og eitlum en í
minna mæli í hvaða líffæri kindarinnar sem er. Rétt er í því sambandi aö
hafa í huga að allnokkurt smitmagn þarf að vera til staðar, svo hægt sé að
greina það með músatilraunum.
Rannsóknir síðustu áratuga hafa leitt í ljós að smitefni það sent finnst í
riðuveikum kindum er í allastaði óvenjulegt ogólíkt um margt öllum öðrum
þekktum sýklum. Því hefur smitefnið oft verið nefnt „annarleg veira“
(unconventional virus) án þess að það hugtak sé skilgreint fyllilega. Ljóst er
nú að riðusýkillinn þolir mikla hitameðferð jafnvel suðu í nokkurn tíma, og
ýmiskonar geislun miklu betur en veirur. Riðusýkillinn þolir enzím sem
brjóta niður kjarnasýrur og töluverðan styrkleika af formalíni langtímum
saman. Hinsvegar þolir riðusýkillinn illa fenol og ýmis önnur efni sem
eyðileggja prótein. Rannsóknir einkum á Bretlandseyjum hafa leitt í Ijós að
annað hvort er kjarnasýra sýkilsins mjög lítil eða mjög vel varin próteinum.
Ekki hefur tekist með neinum árangri að rækta smitefnið í vefjagróðri.
Eitt af því sem vakið hefur einna mesta athygli við rannsóknir á riðuveiki
er að svo virðist sem þau dýr sem sýkt eru geti ekki myndað nein mælanleg
mótefni gegn smitefninu hvorki frumubundin né vökvabundin mótefni þó
að dýrin sýni annars eðlileg ónæmisviðbrögð.
Interferon myndast heldur ekki og við skoðun á líffærum úr sjúkum
dýrum finnast engar bólgubreytingar.
Flestir sem fengist hafa við rannsóknir á þessum annarlegu veirusjúk-
210