Búnaðarrit - 01.01.1991, Page 237
dómum munu vera þeirrar skoðunar að hér sé um að ræða nýtt svið
smitsjúkdóma sem fellur ekki nema að takmörkuðu leyti að þeim lögmálum
sem algild hafa verið talin varðandi veirusjúkdóma.
Fyrir um það bil áratug síðan áttuðu menn sig á því að í heilum riðusýktra
hamstra var allt að því lOOfalt meira smitefni helduren í músum, sem sýktar
höfðu verið með riðu. Þettagerði ýmsar rannsóknir ásmitefninu auðveldari
og fljótvirkari.
Bandaríkjamaðurinn S.P. Prusiner ogfélagar hans þróuðu hreinsunarað-
ferð, sem skyldi riðusýkilinn betur frá fituvef, próteini og kjarnasýrum
heilavefs sýktra hamstra heldur en áður hafði tekist. Með þessari aðferð
tókst þeim að ná allt að 10.000 faldri hreinsun sýkingarefnisins það er að
segja sýkingarmætti miðað við efnismagn. Þeir fundu að sýkingarefnið var
nátengt svonefndu síalósykurpróteini með sameindarþunga 27-30 kíló-
Dalton (KDa) og nefndu það PrP27-30. Reyndist mikil fylgni milli sýking-
armáttar og PrP27-30. Mótefni sem framleidd voru gegn því í kanínum
hindruðu sýkingu. Sýkill þessi hefur verið nefndur „prion“.
Rannsóknir á hreinsuðum prionum í rafeindasmásjá sýndi stafi eða þræði
af mismunandi lengd og gildleika, sem oft hrúgast saman.
Árið 1982 setti Prusiner fram þá nýstárlegu hugmynd að riðusmitefnið
væri þessi „prion“ en það er stytting úr enska heitinu „proteinaceous
infectious particles". Þessi hugmynd olli deilum meðal veirufræðinga, sem
enn mun ekki til lykta leidd. Snýst hún einkum um það hvort smitefnið
innihaldi kjarnasýru og sé því einskonar veira sem sumir hafa nefnt virino,
eða hvort það sé eingöngu gert af próteini. Þó það komi í ljós að hugmyndir
Prusiners reynist réttar vekja þær upp margar spurningar seni enginn kann
enn svör við og þá ekki síst varðandi smitdreifingu sjúkdómsins og þátt
erfða í þróun hans.
Smitleiðir
Ekki er enn vitað með vissu um smitleiðir riðuveiki. Þær kindur sem
veikjast taka smit ofan í sig með drykkjarvatni í húsum, eta eða sleikja það í
sig af veikum eða smituðum kindum. Sennilegt er einnig að smitdreifing
geti orðið við mörkun, bólusetningu eða rúning sé eigi gætt nægilegs
hreinlætis. Smit við nána sambúð á húsi milli sjúkra eða sýktra kinda og
heilbrigðra er margstaðfest einnig með tilraunum erlendis, þótt eigi hafi
það tekist í takmörkuðum tilraunum hér á landi. Óbeint smit virðist hafa
komið fram eftir fjárskiptin eins og áður er vikið að. Óvíst er hvort aðrar
dýrategundir eða skordýr geti leynt smiti. Leit að slíkum smitberum hér á
landi hefur ekki borið árangur. í sýktum kindum hlaðast smitefni upp í
ýmsum líffærum m.a. munnvatnskirtlum, hálseitlum og meltingarvegi. Því
hefur verið taliö að munnvatn, nefslím og saur geti oft verið mengað
smitefnum og borist í heilbrigðar kindur t.d. gegnum sameiginleg drykkjar-
211