Búnaðarrit - 01.01.1991, Page 241
jafnframt að sjúkdómurinn væri að einhverju leyti tengdur ætterni því aö
áberandi oft urðu systur eða mæðgur sjúkdóminum að bráð. Þegar ljóst
varð að ekki væri von um neinn bata tóku flestir það til bragðs að lóga
kindinni strax og greinileg riðueinkenni voru komin í ljós og áður en kindin
fór að tapa holdum. Yfirleitt munu afurðir áður fyrr hafa verið lagðar til
heimilisins, enda kjöt og líffæri eðlileg að sjá. Það var helst ef ær veiktust
komnar nálægt burði eða nýbornar að menn freistuðust til að reyna að láta
þær koma upp lömbum sínum. Það sem helst villti mönnum sýn var hve
meðgöngutími veikinnar gat verið langur. Á stöku bæjum magnaðist veikin
svo mjög að ekki var búandi við það. Þess eru nokkur dænri að einstakir
bændur réðust í það að farga fjárstofni sínum og kaupa nýtt fé í staðinn.
Jafnframt reyndu menn að þrífa og sótthreinsa fjárhúsin eftir bestu getu.
Árangur af þessum aðgerðum var misjafn, best þótti takast til, þar sent
menn gátu keypt heil fjárbú og þá að mestu fullorðið fé. Bændur réðust í
þessar framkvæmdir á eigin spýtur og án afskipta yfirvalda eða stuðnings
hins opinbera.
Með hinum skipulögðu fjárskiptum 1944-1953 var á árunum 1946-1949
skorið fé á öllu því svæði norðanlands þar sem vitað var um riðuveiki. Þær
stórfelldu aðgerðir beindust þó fyrst og fremst að því að uppræta mæðiveiki
og garnaveiki eins og þáverandi löggjöf gerði ráð fyrir. Hinsvegar kom ekki
beint fram að ætlunin væri að uppræta riðuveikina enda tókst það ekki.
Nokkrum árurn eftir að fjárskiptum lauk fóru að berast óskir frá einstöku
bændumíEyjafjarðar-,Skagafjarðar- ogHúnavatnssýslumtilSauðfjársjúk-
dómanefndar um styrk til fjárskipta vegna tjóns af völdum riðuveiki. Á
tímabilinu 1950-1970 bárust tilmæli til Sauðfjársjúkdómanefndar frá 22
bændum um uppeldisstyrki vegna niðurskurðar á riðuhjörðum.
í lögum nr. 44/1947 uin varnir gegn útbreiðslu næmra sauðfjársjúkdóma
og útbreiðslu þeirra, var ekki heimild til að styrkja fjárskipti vegna
riðuveiki. Lög nr. 44/1947 voru felld úr gildi með lögunt nr. 23, 10. rnars
1956. Þar er í fyrsta sinn sérstaklega getið um riðuveiki og ráðstafanir til að
hindra útbreiðslu hennar með því að fyrirskipa m.a. hömlur á fjársamgöng-
um, bann við sölu fjár til lífs, niðurskurð, sótthreinsun húsa og bætur
(uppihaldsstyrk). Markmið þessara lagaákvæða var að hindra útbreiðslu
riðuveiki og vinna að útrýmingu hennar með fjárskiptum innanlands.
Sérstök reglugerð varðandi varnir gegn því að riðuveiki breiddist út var svo
staðfest 18. júlí 1957 með stoð í áðurnefndum lögum. Núgildandi reglugerð
um riðuveiki nr. 556,24. september 1982 leysti fyrri reglugerð af hólmi oger
í sumum atriðum nokkru ítarlegri. Með stoð í þessum lögunt og reglugerð-
arákvæðum hefur baráttan gegn riðuveikinni verið háð undanfarna áratugi.
Síðar hafa verið gerðar nokkrar breytingar á lagaákvæðunt sem að þessu
lúta eftir því sem þróun mála hefur krafist sbr. lög nr. 12/1967, lög nr. 75/
1982 og lög nr. 108/1988.
215
L