Búnaðarrit - 01.01.1991, Page 244
1988 er gert ráð fyrir að tjón af völdum sjúkdómsins haldi áfram til aldamóta
að minnsta kosti þó ekki komi til smitdreifing frá einum grip til annars.
Óbeint hefur tjón af völdum nautariðu þegar orðið mikið bæði vegna
minnkandi nautakjötsneyslu almennings og banns sem sett var í mörgum
Iöndum við innflutningi afurða af nautgripum frá Bretlandseyjum.
Stundum er þeirri spurningu varpað fram hvort fólki geti stafað hætta af
riðuveiki sauðfjár eða nautariðu. í því sambandi er mest nærliggjandi að
beina athyglinni að þeim sjúkdómi í mönnum sem líkastur er riðuveiki
Jakob Creutzfeldt sjúkdómi, en hann hefur nú verið greindur í flestum
löndum heims. í ljós hefur komið að nýgengi (annual incidence) er víðast
um eitt tilfelli í milljón á ári. Þessi sjúkdómur er ekki algengari í löndum þar
sem riðuveiki er landlæg en í þeim löndum þar sem riða er óþekkt eða lítið
áberandi og ekki virðist þeim hættara sem mest umgangast sauðfé eða vinna
við slátrun þess. Á íslandi mun Jakob Creutzfeldt sjúkdómur hafa greinst
tvívegis í bæði skiptin í mönnum sem ólu aldur sinn utan riðusvæðanna hér á
landi að mestu eða öllu leyti. Tekist hefur að koma veiki er líkist riðu í mýs
og geitur og stöku sinnum ketti með sýkingarefni úr heilum manna sem
látist hafa úr Jakob Creutzfeldt sjúkdómi en ekki í sauðfé.
Þegar á allt er litið telja þeir vísindamenn sem mest hafa um þetta mál
fjallað að tengsl milli riðuveiki í sauðfé og sjúkdóma í mönnum sé mjög
fjarlægur möguleiki.
Hclstu hcimildir:
Bogaert, Ludo van; Dewulf, A. and Pálsson, P.A.: Rida in Shcep, Pathological and Clinical
Aspects. Acta Neuropathol. (Berl.) 41,201-206, 1978.
Bolis, Liana C. and Gibbs, ClarenceJ.: Proceedingsofan International Roundtable onBovine
Spongiform Encephalopathy. JAMA vol. 196, 1673-1690, 1990.
Chandler, R.L.: Encephalopathy in mice produced by inoculation with scrapie brain material.
Lancet, June 30th i, 1378-1379. 1961.
Culle, .1. and Chelle, P.L.: Investigation of Scrapie in Sheep. Vét.Méd. 34, 417-418, 1939.
Kraser, H.: A survey of primary transmission of Icelandic Scrapic (Rida) to mice. In:
Affections du systeme nerveux central. Ed. L. Count, Masson, Paris 34-46, 1983.
Gajdusek, Charleton D.: Subacute Spongiform Encephalopathies. In: Virology, 2nd ed.
Edited by Fields B.N. and Knipe D.M. Raven Press Ltd. N.Y. 2289-2324, 1990.
Hallgrímsson, Snorri: Um „Riöuveiki" í íslcnsku sauðfé. Læknablaðið 24, 80-91, 1938.
Kimberlin, R.H. and Walker, C.A.: Characteristics of a sl >rt incubation model of Scrapie in
the Golden Hamster. J. Gen. Virol. 34, 295-304, 1977.
Kimberlin, R.H.: BSE Stocktaking. Surveillance MATpublication N.Z. vol. 18, No. 1,15-16,
1991.
Pálsson, l’.A. and Sigurðsson, B.: Rida, en langsomt progredierende infektiös nervesygdom
hos fár. Proc. VII. Nord.Vet.Congr. Helsinki, 179-191, 1959.
Pálsson P.A.: Rida (Scrapie) in Iceland and its epidemiology. In: SlowTransmissible Diseases
of thc Nervous System. Ed. Prusincr S.B. and Hadlow, W.J. Academic Press, N.Y. 357-366,
1979.
Prusiner, S.B.: Novel Proteinaceous Infectious Particles Cause Scrapie. Science 216, 136-144,
1982.
218