Búnaðarrit - 01.01.1991, Page 247
Skrá yfír íslenska nemendur
á Búnaðarskólanum á Stend (Steini)
íNoregi 1867-1958
Tómás Helgason, frá Hnífsdal, tók saman
Þann 8. júní 1985 fórum viðhjónin til Noregs.
Flugum fyrst til Björgvinjar, vegna þess að
mig hafði lengi dreymt urn að heimsækja
Búnaðarskólann á Stend (Steini) í Hörða-
landsfylki.
Erindið þangað var að komast að því hve
margir og hverjir þeir íslendingar væru, seni
þar hefðu stundað nám.
Mánudaginn 10. júní fórum við í Stats-
arkivetið í Björgvin, þar sem við áttum von
aðstoðar og fyrirgreiðslu, sem fúslega var
látin í té. Einn starfsmaður þar ók með okkur
að Steini, þar sem við hittum skólastjórann,
er tók okkur vel, sýndi okkur staðinn og gaf ýmsar upplýsingar um hann.
Þegar við héldum burt af staðnum gaf hann mér bókina Stend Jordbruks-
skule 100 ár 1866-1966 eftir Asbjörn Öye, auk þess léði hann mér til
notkunar á Statsarkivetinu, Karakterbog for Elverne ved Stens Landbrugs-
skule. Vona ég að hér séu þeir flestir komnir, er hafa þar stundað nám.
Vil ég nú víkja að sögu staðarins nokkrum orðum.
Stend eða Steinn, eins og íslendingar nefndu staðinn, er fornfræg jörð.
Þar var mikið herrasetur lengi, allt til þess að Hörðalandsfylki keypti
jörðina til skólahalds árið 1861.
Jörðin var keypt af dr. philos. W. Kornow þingmanni. Þegar hann seldi
jöröina hélt hann eftir landsspildu og vatnsréttindum og rak þar kornmyllu.
Bjó hann þar til dauðadags 1924. Myllan er nú horfin.
W. Kornow var giftur dóttur danska skáldsins Adam Oehlenschlæger.
„Túntré“, það er mikið beykitré, sem enn stendur á húsahlaðinu
gróðursetti hún.
Tómás Heleason
221