Búnaðarrit - 01.01.1991, Page 251
Kaupmannahöfn 1885-1886. Fór námsför til Noregs og Danmerkur, meðal
annars á búnaðarsýningu í Bergen 1898. Kynnti sér búnaðarkennslu á
Norðurlöndum 1902-1903.
Skólastjóri Búnaðarskólans á Hólunt í Hjaltadal í Skagafjarðarsýslu frá
stofnun hans 1882-1888 og 1896-1902, kennari þar 1902-1934. Bóndi frá
1888-1896, 1902-1922 og 1932-1941. Skrifaði margar greinar um landbún-
aðarmál í blöð og tímarit, einnig kennslubækur fyrir búnaðarskólana.
Alþingismaður fyrir Skagafjarðarsýslu 1908-1915.
Ólafur Ólafsson var nemandi á Stend 1877-1879 og lauk þá prófi.
Hann var fæddur á Lundunt í Stafholtstungum í Mýrasýslu 5. júlí 1857,
dáinn í Lindarbæ í Holtum, Ásahreppi í Rangárvallasýslu 15. apríl 1943.
Veturinn 1879-1880 var hann í Danmörku við áveitur, sandgræðslu og
mjólkurvinnslu. Við nám í Landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn
1883-1884 og lauk prófi í mjólkurfræði. Leiðbeindi hjá Búnaðarfélagi
Suðuramtsins 1880-1886, aðallega um sandgræðslu og áveitur. Bóndi í
Lindarbæ frá 1887.
Hreyfði fyrstur manna hugmyndinni um notkun áveitu til sandgræðslu.
Gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir sýslu og sveit.
Björn Bjarnason Thingvell var nemandi á Stend 1878-1880 og lauk þá prófi.
Fæddur í Skógarkoti í Þingvallasveit í Árnessýslu 14. ágúst 1856, dáinn í
Grafarholti í Mosfellshreppi í Kjósarsýslu 15. mars 1951.
Ferðaðist um Danntörku 1880-1881. Húsmaður á Hvanneyri í Borgar-
firði 1882-1883 og bóndi þar frá 1884-1886. Dvaldist í Reykjavík
1886-1887. Bóndi í Reykjakoti í Mosfellssveit 1887-1898, í Grafarholti í
sömu sveit 1898-1919 og átti þar heima til æviloka.
Hreppsstjóri Mosfellshrepps frá 1903. Alþingismaður fyrir Borgarfjarð-
arsýslu 1892-1893 og 1900-1901.
Eggert Finnsson var nemandi á Stend 1880-1882 og lauk þá prófi.
Hann var fæddur á Meðalfelli í Kjósarhreppi í Kjósarsýslu 23. apríl 1852,
dáinn á Meðalfelli 26. janúar 1946. Eggert var mikill framfara- og félags-
málamaður og gegndi fjölda trúnaðarstarfa fyrir sveit sína. Beitti sér fyrir
stofnun nautgriparæktarfélags 1903 og rjómabús 1905. Hóf votheysgerð
fljótlega eftir heimkomuna frá Stend, en þeirri heyverkunaraðferð hafði
hann kynnst þar. Skrifaði nokkrar greinar unt votheysgerð og fleiri
landbúnaðarmál í biöð og tímarit.
Var ráðsmaður fyrir búi foreidra sinna og í sambýli við þau frá 1882, en
óðalsbóndi á Meðalfelli frá 1886 til 1940.
225