Morgunn - 01.06.1921, Blaðsíða 11
MORGUNN
5
unni, og þeasu var bætt við frásögnina: »Á þessu sviði
er margt, sem menn þekkja ekki á jörðunni, margar kyn-
legar uppfundningar, sem með timanum verða sendar til
jarðarinnar og klæddar þar í efni8búning«. Úr því að
framliðnir menn geta komið með lýsingar á uppfundning-
um, sem síðar komast í framkvæmd á jörðinni, þá et’ bein-
línis eðlilegt að álykta, að þeir geti lýst fleiru rétt. Það er
mjög sennilegt — virðist vera nokkurn veginn sjálfsagt —
að því ofar sem dregur i tilverunni, þvi ólikari sé hún
lífinu á þessari jörð, og því örðugra sé að gera okkur
grein fyrir henni. En sé það rétt, sem haldið er fram, að
minsta kosti í miklum þorra þessara frásagna, að fyrir
skynjan framliðinna manna séu þau svið, sem fyrst taka
við eftir jarðlífið, furðulega lik þessari jörð, þá virðist
ekkert ósennilegt, að tiltölulega auðvelt sé að koma okk-
ur í skilning um lífið þar.
Mikið hefir verið gert úr því, hvað þeim frásögnum
beri illa saman. Mér hefir sjálfum fundist mikið um það.
Og þess er ekki að dyljast, að sumar staðhæfingarnar um
annað líf, í skeytum, sem að öðru leyti eru mjög merki-
leg, verða trauðlega eða ekki samrímdar. Eg skal tilfæra
eitt dæmi, sem eg hefi rekið mig á fyrir nokkurum dög-
um.
I aprílmán. 1916 voru tvær telpur i London að leika
sér með planséttu. Þær voru dætur konunglegs mála-
færslumanns og önnur var 14, hin 11 ára. Faðir þeirra
fortekur, að þær hafi nokkur minstu deili vitað á spíri-
tismanum, enda var hann því máli mótfallinn. Hjá þess-
um telpum fóru að skrifast skeyti, sumpart með plansétt-
unni, sumvart með blýant að eins, sem hafa gersam-
lega sannfært foreldra þeirra. Enda voru þau merkileg
Eitthvað kom af endurminningasönnunum. Ritað var um
efni, sem voru mjög fjarri hugsanaferli stúlknanna, og
skoðunum haldið fram, sem ekki virtust nein líkindi til
að væru runnar úr hugum þeirra. Ljóð fóru að koma,
sem faðir þeirra telur þeim langt um megn að setja saman.