Morgunn - 01.06.1921, Side 19
MOEftUNN
13
Einn þeirra hafði lent í vanaælubygðununi, var nýkorainn
upp úr þeim, þegar þessi skeyti fóru að koraa, og frá-
sagnir hans eru blátt áfram hryllilegar. Iiann hafði ver-
ið hinn mesti misindismaður hér í heimi: myrt þrjá
menn, hlaupist á brott frá konu sinni, tælt unga stúlku
og stungið á sig peningum hennar, og fleytt sér að lok-
um á fjárglæfrum einum. Samt brá fyrir hjá honum ein-
staka drenglyndisglampa í þessu náttmyrkri aívegaleiðslunn-
ar. Meðan hann átti heima á astralsviðinu, tókst honum að
drýgja hér í heimi hinn svívirðilegasta glæp, og sá glæp-
ur olli því, að hann gat ekki haldist þar við, sem hann
hafði verið eftir viðskilnaðinn, og lenti í vansæluheim-
unum Þar virðist hann hafa verið nálægt 9 árum. Vilja-
krafti hans, sem var milcill, i hvora áttina sem hann
stefndi, er þakkað það, hvað hann var tiltölulega fljótur
að hefja sig upp aftur. Annars er afarmikill munur sagð-
ur á þvi, hvað dvölin verður löng í þessum voðalegu
heimum. Eftir frásögnunum sitja sumir menn þar öldum
saman, og jafnvel þúsundir ára«.
Loks eru einkar greinilegar frásagnir í ósjálfráðum
skrifum eftir G. Vale Owen prest, þeim sem um þessar
mundir eru að koma út í Lundúnablaðinu »Weekly Dis-
patch* og minst hefir verið á í »Tímanum« og »Morgni*.
Ur þeim skrifum vel eg einn sögukafla til þess að lofa
ykkur að heyra hann. Eg vel með vilja frásögn, sem
mér viröist fremur vera lærdómsrik, en nokkuð sérstak-
lega hryllileg. Þeir, sem ókunnugir eru með öllu slíkum
frásögnura, fá þar örlítið sýnishorn af þeim veruleikablæ,
sem er á mörgum þeirra. Hvað sem um spíritismann
verður sagt að öðru leyti, þá getur enginn maður með
viti neitað því, að þær hugmyndir um annað lif, sem
hann heldur að mönnum, eru svo margfalt Yerulegri Og
skiljanlegri en það, sem kirkjan heiir kent, að það tvent
verður ekki saman borið.
Fimtán manna flokkur var sendur af hinum efri
sviðum niður í vansælubygðirnar í uokkurs konar trúboðs-