Morgunn - 01.06.1921, Qupperneq 21
MORGUNN
15
spurnaraugum. Við vissum þá, að þó að þeir sseju okkur
Óglögt, þá gátu samt sumir þeirra manna að minsta kosti
komið auga á okkur.
Eg gekk þá fram og mælti: »Þú ert mjög þreytu-
legur, vinur minn, og þór er mjög órótt. Getum við gert
þér nokkurn vinargreiða?*
Þá heyrði eg rödd hans. Hún var líkust löngu and-
varpi, sem kemur eftir göngum niðri í jörðinni — svO'
ömurleg var hún.
Hann sagði: »Hver ætli þú sért? Þið eruð fleiri en
einn, þvi að eg sé aðra fyrir aftan þig. Þið eigið ekki
heima i grend við þetta land. Frá hvaða landi komið
þið, og í hverjum erindum komið þið til okkar í þennan
dirama stað?«
Eg leit nú á hann af meiri athygli. Mér fanst eg
eitthvað kannast við röddina, svo mjög sem henni var
aftur farið, eða að minsta kosti væri hún mér ekki alveg
ókunn.
Og í sama bili vissi eg, hvernig því vék við. Við
höfðum átt heima nálægt hvor öðrum á jörðunni. Hann
hafði verið yfirvald í borginni, sem næst var heimili mínu.
Svo að eg nefndi nafn hans; en hann hrökk ekkert við,
eins og eg hafði búist við, að hann mundi gera.
Hann leit á mig ráðaleysiBlega, en ekki af skilningi,
svo að eg nefndi borgarnafnið, og því næst nafn konunn-
ar hanB, og að lokuin leit hann til jarðar, tók hendinni
um ennið og fór að reyna að muna.
Fyrst gat hann munað nafn konunnar sinnar, leit
framan í mig og hafði það upp aftur og aftur. Þá nefndi
eg af nýju nafn sjálfs hans.
Hann hafði það upp eftir mér snögglega og sagði:
»Já, eg man það — eg man það. Og hvað er um hana?
Færirðu mór fréttir af henni? Hvers vegna yfirgaf hún
mig svona?«
Eg sagði honum, að hún væri á hærra sviði og gæti
ekki komið til hans, nema hann legði af stað upp á við í.