Morgunn - 01.06.1921, Page 22
16
M0R6DNN
áttina til heimilis hennar. En hann skildi mig ekki nema
að hálfu leyti. Svo ruglaðir eru þeir á þessum dimmu
sviðum, að þeir gera sér litla grein fyrir, hvar þeir eru,
og sumir vita ekki, að þeir eru komnir út úr jarðarlíflnu.
Það er ekki nema við og við, að endurminningaglampar
koma frá hinu jarðneska lífi þeirra, og svo slokna þeir
aftur og skilja eftir auðn. Svo að oftast er þeim það
óljóst, hvort þeir hafi nokkuru sinni lifað annarstaðar en
í þessum vítura.
En þegar þeir fara að verða þreyttir á þessum kvöl-
um og friðlausir eftir því að komast til einhvers sæmi-
legri staðar og lifa innan um fólk, sem ekki er í annari
eins niðurlæging og ekki eins fult af hörku, þá fer aftur
að rofa fyrir endurminningum í sljóum heilum þeirra, og
þá byrja iðrunar-þrautirnar að fullu.
Svo að eg endurtók svar mitt og fór að skýra þetta
fyrir honum. í jarðlífinu hafði hann unnað konu sinni
með sinum eigingjarna hætti, og eg var að gera mér von
um að draga hann til hennar með þeim streng.
En nú tók hann fram í fyrir mér: »Hún vill þá ekki
koma til mín nú, þegar eg hefi lent í raunum*.
»Hún getur ekki komist alla þessa leið«, sagði eg.
»Þú verður að fara þinn hluta af leiðinni til hennar, og
þá mætir hún þér«.
Og að lokum rauk hann upp i vonzku. »Þá getur
hún farið til fjandans raeð alt sitt drarab og hörku. Hún
var æfinlega með helgislikjuna, þegar eg átti i hlut, si-
andvarpandi út af minum smáyfirsjónum. Segðu henni,
ef þú kemur frá hennar stöðvum, að henni sé velkomið
að hýrast í sínum flekklausu bústöðum og hlakka yfir
því, hvernig högum mannsins hennar er háttað. Hér er
nóg af kvenfólki, sem er skemtilegra en hún, þó að það
sé ekki jafn-laglegt. Og ef hún ætlar að fara að stíga
niður úr tign sinni, þá skal hún fá hávaðasaraar viðtökur
hjá okkur. Og vertu nú sæll«.