Morgunn - 01.06.1921, Side 35
MORGUNN
29
r
mönnum alt. Og vér höfum mínst af því, sem hann hefir
sagt. Höfundur Jóhannesar-guðspjallsins befir bersýnilega
haft það ríkt í liuga, þar sem hann endar rit sitt á því,
að ef rita ætti það alt.sem Jesús gerði, þá mundi jafnvel
heimurinn ekki rúina þær bækur. Ennfremur voru hinir
helgu höfundar allir háðir mjög bersýnilegum takmörk-
unum Svo að það er ekkert tiltökumál, þó að hin nýja
opinberun sé að ýmsu leyti ófullkomin.
En þrátt fyrir alla varkárni andspænis henni, finst
mér hún vera afar-mikilsverð. Mér finst, að vér eigum
að veita frásögnunum úr öðrum heimi mjög mikla athygli.
Ekki eingöngu með það íyrir augum, sem fyrir prófessor
Bergson vakir, að þær kunni að verða bezta sönnunin
fyrir öðrum heimi. Ekki heldur eingöngu vegna þess,
sem eg hefi áður tekið fram í kvöld, að það sé ekki að
eins skynsamlegt, heldur og nokkurnveginn óhjákvæmi-
legt að ætla, að rnikill og merkilegur sannleikur sé í þeim
fólginn. Eg heid fram mikilvægi frásagnanna af báðum
þessum ástæðum. En eg held þvi líka fram fyrir þá
sök, að mér þykir sennilegt, að með þeim höfum vér
farið að nota réttari aðferð en áður. Eg held, að Myers
hafi haft rétt að mæla. Hann kemst svo að orði í rit-
gjörð sinni um franska rithöfundinn Renan:
»Ef til vill komumst vér að þeirri niðurstöðu. ef vér
athugum málið vandlega, að örvænting forna heimspek-
ingsin8 (Sökratesar) um það að komast að sannleikanum
um efnisheiminn og örvænting nútíðar fræðimanna um að
komast að sannleikanum um hinn andlega heim, séu af-
leiðingar af nákvæmlega sams konar villu, er hvorirtveggju
hafa lent í, þeir, er tekið hafa að sér að skýra leyndar-
dóma hins sýnilega heims, og hinir, sem við hið ósýnilega
hafa fengist. Því að þeir, sem lagt hafa grundvöllinn að
að trúarbragðakenningunum, hafa hingað til fengist við
ósýnilegan heim með sama hætti og Thales og Anaxi-
mander fengust við hið sýnilega. Þeir hafa reynt að
byrja á hinu æðsta og víðtækasta. Þeir hafa lagt af stað