Morgunn - 01.06.1921, Qupperneq 39
M 0 R (i U N N
33
Yitranamaður.
Allur fjöldi manna trúir því, að heilög ritning segi
088 i'rá opinberunum og að margt i henni sé opinberað
orð Guðs. Hverja leið þær opinberanir séu til vor komn-
ar — fyrir því gera fæstir sér nokkura grein. Margir
vita þó, að almennast só svo álitið, að spámenn og post-
ular hafi verið þar milliliðir. Lengra kemst rannsókn
ýmissa »trúaðra« manna ekki í þessum efnum.
Ritningin sjálf segir þó viða frá þvi, að bæði spá-
rnenn og postular hafi verið gæddir sérstökum hæfileik-
um og stundum að minsta kosti komist i einkennilegt
og undarlegt ástand, og þá iðulega séð sýnir. Þess er
þegar getið um Abraham, sem ritningin talar um sem
8pámann; og þá ekki síður um Móse, sem talinn var
höfuðspámaður lsraelsþjóðarinnar. Allir kannast við sýn
hans i þyrnirunninum (2. Mós. 3). Hæfileiki sá, að geta
séð sýnir, virðist hafa verið eitt aðaleinkenni á spámönn-
um allra alda. Það leynir sér ekki, ef Gamla testamentið
er athugað. Einkennilega glögt kemur það fram í frá-
Bögunni um Samúel (í 1. Sam. 9, 9.): »Fyrrum komust
menn svo að orði í ísrael, þá er þeir gengu til frétta við
Guð: Komið, vér skulum fara til sjáandans! Þvi að þeir,
sem nú eru kallaðir spámenn, voru fyrrum kallaðir sjá-
endur«. Samúel sá sýnir, var gæddur einhvers konar
skygnigáfu, og hann heyrði raddir úr einhverjum ósýni-
legum heimi þegar á barnsaldri. Fyrir þessa gáfu sína
varð sjáandinn spámaður eða guðsmaður, eins og Blíkir
menn voru nefndir. Þvi að lýðurinn trúði því, að þeir,
sem slíkar »náðargáfur« hefðu öðlast, gætu verið meðal-
göngumenn eða milliliðir milli Guðs og manna. Til þeirra
yrði að leita, ef ganga ætti til frétta við Guð eða fá
opinberauir frá honum. Af þvi að Samúel var gæddur
slikum gáfum, »kannaðist allur ísrael við það frá Dan til
3