Morgunn - 01.06.1921, Blaðsíða 42
36
MORGUNN
og heilsulítill á barnsaldrinum. Snemma bar á skygni-
gáfunni, og þegar í bernsku tók hann að segja frá fólki,
er hann sæi, en hinir fullorðnu, sem kringum hann voru,
gátu ekki komið auga á. Síðasta bernskusýn hans varð
með þessum hætti. Þá var hann 10 ára. Hann var einn
af söngpiltum kirkju sinnar og meðan hann var að syngja
einn daginn í kirkjunni, sér hann alt i einu svip föður
síns, sem þá var fullar 300 enskar mílur þaðan. Nokk-
urura vikum síðar var honum sagt, að faðir hans hefði
dáið á sömu stundu og hann sá sýnina.
Eftir það misti hann skygnígáfuna um allmörg ár.
Frá því 1883 til 1890 var hann í mentaskóla og þá
hinn heilsuhraustasti og fjörmikill. Að þvi námi loknu
lagði hann stund á verkfræði og fekst við það fimm ár.
Þá gerðist hann afskaplega mikill hjólreiðamaður og bar
mjög frá í þeirri list; tók hann þátt í hinum erfiðustu
kappreiðum. Þrátt fyrir allan áhugann á hjólreiðunum,
lauk hann verkfræðÍDgaprófi með ágætum vitnisburði. En
árið 1902 bilaði heilsa hans stórlega. Það var krafta-
verki næst í augum þeirra lækna og vina hans, sem
þektu hann, að hann skyldi halda lífi. Hann var oft
mikið veikur eftir það — stundum talinn af — en aldrei
vel frÍ8kur. Stundum, þegar öll von um lengra líf hér í
heimi virtist farin, fanst honum sagt hið innra með sér:
»Ekki enn þá, drengur minn«. Eitt sinn sagði læknir hans:
>Sendið eftir vinum hans, hann lifir ekki til kvölds*. Þá
opnaði mr. Turvey augun og mælti: »Eg veðja við ykk-
ur, að eftir fjóra mánuði spila eg kroket«. Honum batn-
aði svo næstu fjóra mánuði, að hann hefði vel getað þol-
að þá áreynslu.
En "skygnigáfan kom aftur í veikindum og hélzt líf
hans á enda. Það var engu likara en að hún efldist fyrir
heilsuleysið og jafnframt fyrir reglubundnar íhuganir.
Hann tók að lesa bækur um dulræn efni, og því lengur
sem hann fékst við slíkt, því betur fann hann til þess, að
hann þekti efni þeirra fyrir fram. Á íhugunarstundum hans